Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 10
leg, af því að ég kem svona seint heim,“ sagði kann. Aldrei, aldrei á allri ævi sinni hafði Nancy skammazt sín jafnmikið, verið jafn niður- brotin. „G-góða nótt,“ stamaði hún. „Góða nótt, ungfrú Oakes. Þökk fyrir gestrisnina.“ Iíann var horfinn. Valsinn dó út, og í hans stað ltom ofsalegt ýlfur og garg. Hún slökkti svo harkalega á útvarpstækinu, að hún stóð með tafckann í hendinni. Ódýr hlut- ur, tautaði hún með sjálfri sér. Ódýr ... ódýr .. . Nancy Redfern náði í mann í leigubíl. Ilún fór með hann upp í íbúð sína. Hún dansaði við hann og kyssti hann. Á eftir kom í ljós, að hann var kvæntur. Hún var svöng, en hún var allt of aum til þess að útbúa nokkurn mat. Bara beina leið upp í rúm — til þess að gráta eymd sína niður í svæfilinn. Næsta morgun hafði Nancy mikinn höfuð- verk. Sólin skein, og hana verkjaði í gagn- augun. „Yndislegur dagur,“ sagði hr. Medbury upprifinn. Hann var í leiðinlega góðu skapi. Allir á skrifstofunni voru leiðinlega fjör- ugir í dag. Þegar húsbóndinn hafði lokið við að lesa henni fyrri bréf sín, sagði hann: „Þér fáið launahækkun yðar, ungfrú Redfern. Bruð þér þá ánægð?“ Nancy þakkaði, fölleit á svip. „Og nú verðið þér að reyna að láta pen- ingana koma að gag-ni. Þarna liggja nokk- ur skjöl, sem þarf að fara með út til Blake- ley. Ég vil gjarna, að þér gerið það sjálf. Og bréfið, sem ég las fyrir í gær, hvar er það ?“ Hún rétti honum það. Hann skrifaði undir og bætti við eftirskrift með penna. „Gerið svo vel. Komið þessu bréfi til skila á leið- inni. Við verðum að spara frímerkin núna, þar sem þér hafið fengið launahækkun.“ Þegar hún var á leiðinni eftir götunni, stóð hún sjálfa sig að því að stara á eftir ungum mönnum með snjáðar skjalatöskur undir handleggnum og drembilegan vanga- svip. Bjánalegt! Maðurinn var kvæntur. Það var bezt að koma honum út úr huga sínum. Því fyrr, því betra. Hugsaðu uin eittlivað annað Nancy. Þessi náungi er ekki þess virði að ljá honum eina hugsun. Mjög venjulegt, lítilfjörlegt daður, lítilmótlegt. „Ilr. Mahheny?“ Stxilkan hinum megin við afgreiðsluborðið lokaði skúffunni með hálfu marsípanbrauði í skyndi og brosti vin- gjarnlega. Hún tók símann og hringdi. „Já, bréfið á að afhendast yður sjálfum. Ágætt. Þér skuluð ganga beina leið niður eftir ganginum, ungfrú, að dyrum númer 306.“ „Þökk fyrir,“ sagði Nancy. Ilún barði að dyrum. Rödd sagði: „Kom inn.“ Og þarna — á bak við stórt skrifborð — ’sat, áliitur yfir pappírshlaða, hann, sem hafði ekki vikið úr huga hennar síðustu tólf klukliustundirnar. Hún greip andann á lofti og ætlaði að halla sér upp að hurðinni, en henni fannst eins og hurðin hallaði sér upp að henni í staðinn. „Ó,“ sagði hann og lyfti upp döfckhærðu höfði sínu. „Það er Harriet — ungfrú Harri- et Oakes ... Eða — ef til vill viljið þér hledur láta kalla yður ungfrú Redfern?“ Hurðin tók að hallast á hinn bóginn. Það var eitthvað skakkt við þessa hurð. — „Ég er með bréf frá hr. Medbury,“ sagði hún veikum rómi. „Þökk fyrir.“ Hann tók það. Hann opn- aði það. Þegar hann kom að eftirskriftinni, brosti hann. „Við hittumst þá aftur,“ sagði hann. „Og í þetta sinn undir öðrum kringumstæðum. Og betri, vona ég.“ „Ég ætla aðeins að segja yður eit.t,“ sagði Nancy. „Það er ekki venja mín að safna karlmönnum upp í leigubíla. Það var í fyrsta skipti í gærkvöldi. Bf það fór ekki, eins og og þér bjuggust við, þá vitið þér hvers vegna.“ Hann lagði bréfið frá sér og fór að hlæja. Hann hló, þangað til hann var orðinn dökk- rauður í framan. „Pór elcki, eins og ég bjóst við. Hamingjan góða Haldið þér ef til vill, að ég sé vanur að safna upp ungum stúlk- um? Við vorum þá bæði byrjendur — þess vegna fór þetta allt svona herfilega illa hjá okkur. Ég hafði ekki hugmynd um, hvað ég átti að segja eða gera. Ég hef aldrei á ævi minni verið svona taugaóstyrkur. Ég reyndi 10 HEIMILISBLAÐI-Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.