Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 19
léttúð menn umgengust hugsunina um dauða og ógæfu. Hún heyrði í fyrsta sinn um frið- arhreyfingu — Alþjóðasamband friðar og gerðardómsvalds í London — og gekk hún þegar í hana. Nóbel var fullur viðurkenningar á hug'- sjónastefnu barónsfrúarinnar, en brosti þó að flaSfengi hennar og taldi sig þekkja betri 'leið til þelss að afnema styrjaldir í heimin- um. „Ég gæti,“ sagði hann, „framleitt efni eða vél, sem hefði svo mikinn eyðileggingar- mátt, að styrjaldir yrðu óhugsandi framar.“ Þó sýndi hann lifandi áhuga á við'leitni henn- ar og tók einnig þátt í henni með fjárfram- lögum, en lagði hvað eftir annað álherzlu á, að hreyfingin þarfnaðist skynsamlegrar stefnuskrár fremur en peninga. Þetta lét barónsfrúna ekki í friði, og henni datt í hug að skrifa bók, sem rifi menn upp úr mókinu, bók um stríðið, ekki stríðið, eins og menn hugsuðu sér það í samkomusölum og höl'lum, heldur stríðið í hinum grimmúð- uga raunveruleika þess. Hún talaði við her- lækna og las skýrslur þeirra, hún reyndi að komast í kunningsskap við liðsforingja frá vígvöllunum, sem gátu lýst fyrir henni, hvern- ig hermennirnir, sem féllu, urðu yfirkomnir, hvernig þeir dóu og hvernig þeir litu út eftir þrjá daga og hvernig lyktin væri af þeim. Arangurinn var hin hrífandi skáldsaga Nið- ur með vopnin! í henni skrifaði hún af öli- um sársauka og reiði sálar sinnar. Bókin uppfyUti þörf, og var henni tekið með kostum og kynjum. Hún kom út á tólf tungumálum víðs vegar um heim. Bertha von Suttner var nú orðin fræg. Tolstoi líkti bók hennar við Kofa Tómasar frœnda og lét í ljós þá von, að hún mundi vinna jafnvaranlega gegn stríði, eins og skáldsaga Harriet Beecher Stowe hafði unnið gegn þrælahaldinu. En viðurkenning Nóbels giaddi hana rnest. Iiann rómaði mjög, hve „hugsanir hennar væru stórköstlegar“ og skrifaði, að þetta „vopn“ mundi draga lengra en nýtízkulegustu fall- byssur og „ötl önnur verkfæri helvítis“. Hún notaði sér stuðninginn og bað liann um að taka þátt í friðarþingi í Bern. Hann kom á laun og færðist undan að sitja fund- ina, en bað um að fá skýrSlur um þá. „Látið mig vita, hvað gerist, sannfærið mig,“ sagði hann við hana, „og ég mun gera eitthvað mikið fyrir hreyfinguna.“ Með vaxandi 'líkamlegri veiklun varð hann viðkvæmari og innilegri. „Ég þrýsti báðar hendur yðar,“ Skrifaði hann, „hendur etsku- legrar, góðrar systur.“ Seint á árinu 1896 Skrifaði hann: „Ég sé, mér til mikiliar gleði, að friðarhreyfingin vinnur á.“ Ilann andað- ist þrem vikum síðar, og um nýárið 1897 var skýrt frá verðlaununum, sem hann hafði stofnað til í erfðaskrá sinni. Fyrstu Nóbelsverðlaununum var úthlutað árið 1901. Henri Dunant, viðtakandi friðar- verðlaunanna það ár, ásamt Frederic Passy, skrifaði til barónsfrviarinnar: „Þessi v'erð- laun, heiðraða frú, eru vðar verk, því að Nóbel ávannst friðarhreyfingunni til handa fyrir yðar tilstitli, og fýrir yðar áhrif varð hann gefandi þeirra“. Það væri heimskulegt að álíta, að þessi tor- tryggni, vellauðugi uppfinningamaður hafi aðeins fyrir áeggjan barónsfrú arinnar varið íeignum sínum á þennan hátt. Hann íhugaði áform sitt vandlega, ræddi það við marga reynda menn og ákvað að veita friðarhrevf- ingunni aðeins hluta af gjöf sinni. En hún sá fljótlega, að á bak við hrjúft yfirborðið hjá honum bjó hugsjónastefna, sem vildi fá útrás, og hreyfingin keppti að markinu með heillandi einurð. Það var því ekki nema til- 'hlýðilegt, að konan, sem gekk fram á hátíð- inni í Oslo 10. desember 1905 til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels, var Bertha von Suttner. „YIKA LIFIR ÞOKRA“ 8'ólin fœr að skína skœr. Ský við hafsbrún morra. Vorið nálgast, vinur kœr, „vika lifir Þorra“. „VIKA LIFIR GÓU“ Bráðum hrinda fossar fram, fönn úr gili mjóu, vorsól leysir völl og hvamm. Vika lifir Góu. heimilisblaðið 19

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.