Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 35
Við. sem vinnum eldhússtörfin Mesti heimboða- og veizlutími ársins fer nú í hönd. Jólin eru liðin og margir orðnir leiðir á kökuáti. Bn hvað skai þá til bragðs taka? Eithtvað gott langar mann ti'l að gefa vinum og kunningjum. Hér eru nokkrar skemnitilegar og óVenjulegar uppskriftir. Pyrst er einfaldur réttur frá Wales. Þenn- an einfalda og góða rétt er hægt að búa til með ýnisum tilbreytingum. Bins og réttur- inn er hér er mjög fljótlegt að útbúa hann, og þess vegna auðvalt að falla fyrir freist- ingunni á laugardags'kvöldi. Uppskriftin handa fjórum er: 200 gr. mildur ostur, sem skorinn er x ferninga, 1 tsk. gult sinnepsduft, V± tsk. nýmalaður pipar, V2 tsk. paprika, V2 tsk. salt, ca 1 dl. pilsner, 4 þykkar sneiðar af fransbrauði, 8 sneiðar af bacon, steinselja. Blandið ostateningum, kryddi og pilsner í lítinn pott. Látið yfir hægan hita þangað til osturinn er orðinn nijög linur. Ristið á með- an fransbrauðssneiðarnar í brauðristinni og baconið á pönnu. Látið ristaða brauðið á heitt fat 0g ausið ostamassanum strax yfir. Látið baconsneiðarnar í kringum brauð- sneiðarnar og klippið steinselju yfir. Látið réttinn strax á borðið og framreiðið bjór eða pilsn'er með. Nýtízku moldvövpuhrúga. %—1 kg. epli, ofurlítið vatn, V2—1 vanillustöng, sykur og portvín eftir smekk, % 1 rjómi, 1 pk. eða 150 gr. rúgbrauðsrasp, V2—1 plata af suðusúkkilaði, græn vinber. Afhýðið eplin, takið kjarnana úr og skerið eplin í smástykki. Sjóðið þangað til þau eru orðin lin, í mjög litlu vatni. Látið síðan vanillustöngina og vanillukornin iit í ásamt sykrinum. Bætið sykri út í ef ykkur þykir þurfa, þegar eplamaukið er orðið nokkuð jafnt. Látið portvín út í. Ausið köldu mauk- inu upp á flatt fat og breiðið úr þeyttum rjómanum yfir. Yfir rjómann stráið þið svo rúgbrauðsraspinu og yfir rúgbrauðs- raspið er rifnu súkkulaði stráð. Skreytið með grænum vínberjum. Þessi réttur bragðast mjög vel með portvíni. Appelsínur í sherrýkremi. 4 meðalstórar appelsínur, sykurlögur af 2 dl. vatni, IV2 dl. sykur, Sherrykrem úr 1 dl. þeyttum rjóma, 1—2 msk. súr rjómi, slierry og ofurlít- ill sykur. Afhýðið appelsínurn'ar með beittum hníf, þannig að allt hýðið náist af, einnig það hvíta. Látið afhýddu appelsínurnar í sykur- löginn og sjóðið þær í 7—8 mín. Þær mega gjarnan kólna í sýkurleginum. Fjarlægið hvíta lagið innan á berkinum af 1—2 appelsínum, skerið gula börkinn í lengjur, látið svolitla stund í sjóðandi vatn og sjóðið síðan í sykurleginum. Þeytið rjóm- ann og hrærið súra rjómann íit í og bragð- bætið m'eð sherrý og sykri. Látið massann í ábætisskálar eða glös 0g látið kalda appelsínu í hverja skál. Látið síðan soðinn appélsínubörkinn yfir. Pram- reitt með siikkul'aðiískexi. Gott er að láta lítinn disk fylgja, sem hægt er að láta appel- sínuna út á og skerið í sundur. Hér er svo uppskrift af tveimur mjög góð- um og auðveldum pottréttum. Risotto. 2 laukar, IV2 msk. smjörlíki, 250 gr. xiautakjöt (liakkað), 1 lítil dós af niðursoðnum tómötum, 250 gr. hrísgrjón, V2 1. sjóðandi vatn ásamt 2 súputen- ingum, salt. HEIMILISBLAÐIÐ 35

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.