Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 11
 árang-urslaust að lei'ka blutverkið, sem ég hafði rithlutað sjálfum mér —- en ég gat það e’kki. Þér voruð svo yndisleg, og ég óskaði þess í ráðaleysi, að ég þekkti yður svolítið betur.“ „Ég geri ráð fyrir,“ sagði Nancy, „að þér hafið haldið, að aðferð yðar væri rétt gagn- vart stúlkum af minni tegund.“ „Já,“ sagði hann b'líðlega. „Heiliandi, ung stúlka, sem gefur upp raugt nafn. A veskinn yðar stóð N. R. með stórum stöfum. Dyra- slriltið yðar gaf ti'l kynna, að þér hétuð Nancy Redfern ... já, ég sá það á leiðinni út, þó að þér hylduð skiltið fyrir mér með heillandi persónu yðar, þegar við gengum inn. Þér eruð afar slóttug, ungfrú Oakes. Ég hef eytt öllum morgninum í það að at- huga símaskrána, til þess að vita, hvort mér tækist ef til vill að finna einhvern sameigin- legan kunningja, sem gæti kynnt mig á við- eigandi hátt — og svo komið þér gangandi beint inn um dyrnar.“ „Þér eruð þá ekki kvæntur?“ „Ekki vitund. Ekki fremur en þér hafið málað myndirnar á veggnum yðar. Það var sjálfsvörn, þetta með konuna mína, sem biði. Ég varð að g-era eitthvað, eftir að þér höfð- uð auðmýkt mig svona . . . Hlustið nú á það, sem ég segi, ungfrú Redfern. Mér þylrir það mjög leitt, sem kom fvrir í gær'kvöldi. Það þykir okfcur báðum. Við byrjuðum alveg skakkt. Við skulum strika alveg yfir það — og byrja upp á nýtt.“ Hún reyndi að setja upp móðgunarsvip, en hætti við það. „Allt í lagi,“ sagði hún hógværlega. „Og í þetta sinn eigum við meira að segja sameiginlegan kunningja. Er unnt að krefj- ast meira? Hvað segið þér um hádegisverð ?“ „Sameiginlegan kunningja?“ Nancy tin- aði. „Já, hr. Medbury. Viljið þér heyra, hvað hann skrifar ? Þarna stendur í eftirskrift- inni: „Þetta er til þess að kynna ritarann minn, sem heldur, að ókleift sé að hitta hoð- legan ungan mann. Ég hýst ekki við henni fyrren ldukkan tvö.“ „En þetta er vitleysa — hringavitleysa ..“ „Já, Guði sé lof. Við hefðum hitzt undir öllum kringumstæðum. Með hjálp einka- hjónabandsskrifstofu hr. Medburys. Hann er ágætur, gamli maðurinn.“ „IJann hefur ungað út þessari eftirskrift þegar í gær,“ sagði Nancy undrandi. Svo fór hún að hlæja. Þau hölluðu sér yfir skrif- borðið, hvort sínum megin, og hlógu ... „Yndislega ungfrú Redfern,“ sagði hann. „Mig langar til þess að senda ástarguðinum nokkrar rósir . . . rauðar rósir í blekbyttuna hans.“ Þarna eru þau að ræða smaan kvikmyndaleikararnir Danielle Darrieux og Michel Bedotti. En þau léku aðalhlutverkin í sjón- varþskvikmynd, sem gerð var eftir sögu Francoise Sagans „Fjólublái kjóllinn hennar Val- entinu' ‘. Sagan hefur náð mikl- um vinsældum í frönskum leik- húsum. Þeir eru báðir mjög alvarlegir á svipinn og ekki gott að vita hvað þeir hafa verið að ræðí. um. —» heimilisblaðið 11

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.