Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 34
og gramdist frúnni það og sagði drenibilega um leið og hún kastaði til höfðimi: „Bfir á að hyggja, })ér eruð alveg ókunn- ugar hér í byggðarlaginu, og vitið því ekki að Dimsdalarnir eru langríkasta og göfug- asta fjölskyldan hér um slóðir. Hún á þorpið hérna og auk þess ákaflega mikið jarðagóss. Lafði Dimsdale er sannarlega fyrirmynd þess, hvernig höfðingjalconur eiga að vera, hún er viðfelldin og ástúðleg, þótt hún auðvitað finni til sín, og láti menn stundum verða vara við, að hún sé yfir öllum hér, eins og hún líka er.“ „Eiga hjónin á Prettowe Hall börn,“ spurði unga stúlkan til þess að segja eitthvað. „Nei, þau eru barnlaus,“ svaraði læknis- frúin. Hún ætlaði að segja eitthvað meira, en þá hljóðaði Stella litla upp yfir sig, af því bróðir hennar kleip hana. Lænkisfrúin ásákaði kennslustlúkuna fyr- ir að gæta ekki betur að börnunum og sjá dkki um að þau væru ekki að hre'kltja hvort annað. „Eg hef al'lt of mikið að gera til að geta gáð að þessu,“ sagði hún. „En um hvað vorum við nú að tala, já, nú man ég eftir því, það var um Dimsdalana — nei, hjónin eiga engin börn — það er að segja —“ Hún leit hátíðlega til himins, og lækkaði róminn og hvíslaði: „Það segja sumir að Dimsdale- hjónin hafi sitt leyndarmál, eins og sumt liöfðingjafólk, en ég get ekkert sagt um það, því ég hef ekki verið hér svo lengi, að ég viti nokkuð áreiðanlegt um það. Og lafði Dims- dale segir vinum sínum eltki nema sumt, þótt hún sé áliiðleg og mbsta ágætiskona.“ Læknisfrúin vildi með þessu gefa kennslu- stúlkunni í skyn að hún væri mjög handgeng- in þessari hefðarfrú, og hún tryði sér fyrir ýmsu, þótt hún hefði ekki skýrt henn frá öll- um sínum leyndannálum, — og til þess að þetta hefði enn betur áhrif á ungu stúlk- una, bætti hún við í hálfum hljóðum mjög íbyggin: „Erfingi óðalsins er herra Arthur, bróður- sonur núverandi óðálseiganda. Hann er ákaf- lega laglegur maður. En farið þér nú ekki, góða mín, að ímynda yður að þér munið geta náð í hann. Menn segja, að hann ætli ekki að gifta sig, en ef hann gerir það, tekur hann efalaust einhverja stórættaða og ríka stúlku.“ Þetta óþarfatal frúarinnar og hið fyrirlitlega tillit til kennslustúlkunnar sem fylgdi því, lcom henni til að roðna af gremju. Hiin teygði úr sér í sæti sínu með stoltri hreyfingu, sem veitti henni þek'kilegan kvengöfgisbrag, og mælt-i: „Ég er ekki hingað ltominn til að reyna að ná í neinn.“ Þetta sagði hún með tindrandi augum og bar svipurinn vott um að henni þótti virðingu sinni misboðið. „Það er ekki í því augnamiði að ná í nokkurn, sem ég er komin hingað út á landsbygglina.“ „Nú, nú, ekki nema það þó,“ sagði frúin, „það er óþarfi að estja upp þykkjusvip þótt ég segði þetta, eða vera svona háreist; ein- hverntíma reynið þér þó líklega að ná yður í mannsefni, því varla ætlið þér þó að vera kennslukona alla ævi.“ Ilefði kennslustúlkan gefið geðsmunum sín- um lausan tauminn, og framkvæmt það sem henni fyrst kom til hugar að gera, þá mundi hún liafa staðið upp og svarað með mikillæti, en liún mundi eftir að hún varð að hyggja að geðsmunum sínum og henni heppnaðist að stilla sig. Hún sat því litla stund þegjandi, en svaraði svo stillilega: „Eg hugsa minnst af öllu um að gifta mig.“ Það snuggaði bara í kekmsí'rúnui yfir þessu svari. Hún lét svo þetta tal falla niður og sagði: „Nú er bezt þér farið í kápuna yðar,. ungfrú, og farið út með börnunum, ég ætla að biðj'a yður um leið fyrir skilaboð út á mjólkurbúið. En ég vil ráða yður til að setja elcki í annað sinn upp Slíkan mikilmennsku- svip út af ekki meiru en því, sem ég sagði niina við yður.“ KennslUstúlkan svaraði þessu engu en hrað- aði sér út og upp í herbergi sitt, sem var á efsta lofti í læknishúsinu. „En hvað ég hata hana! hata hana!“ taut- aði hún þegar hún var komin inn til sín og hafði lokað dyrunum. „Eg verð svo skelkuð í hvert sinn sem hún horfir á mig með sínu tortryggilega augnaráði, ég á svo bágt með að muna eftir því, að ég er eleki lengur Ilope Anderson heldur ungfrú Smith.“ Yeslings stúlkan, hún stóð þarna einmana og vinalaus í hinu fátæklega loftherbergi og hún fann sárt ti'l þess að aldrei hafði nokkurt vingjarnlegt orð verið sagt við hana þennan langa mánuð, sem 'hún var búin að vera þarna Hope hafði aldrei verið samtíða öðru eins í Prettowe. Framh. 34 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.