Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 18
innöndunar nýtróglytseríngufu. Hann átti kyngæðinga og fallegan vagn og ók í honura einn í skemmtigarðinum. Hann heimsótti einnig hókmenntafyrirlestrasal og hafði mik- inn áhuga á skáldiskap og heimspeki með sín- um þungtlyndislega og stirðbusalega hætti. Nobel ók formltega og kurteislega með greifadótturina, sem varð einkaritari hans, til gistihúss, þar sem hann hafði tekið á leigu iherbergjaröð handa henni, og snæddi því næst með henni miðdegisverð og ræddi á með- an heilmikið um stjórnmál, listir, lífið og framtíð mannkynsins, þar sem hann hafði fundið góðan áheyranda, þar sem hún var. Næsta morgun tók hún við stöðu sinni í skrif- stofu hans. Það hafði mikil áhrif á Berthu, er hún fór að kynnast skotfæraiðnað inum sem ritari Nobels. Umboðismenn hans voru í stöðugu sambandi við pólitískar hreyfingar um allan heim og kunnu þá list að selja öllum deilu- aðilum sprengiefni án þess að gera upp á mili þeirra. Þó var Nobel gagntekinn í hjarta isínu af mannúðarhugsjón 19. aldar, af sterkri trú á framfarir mannkynsins af eigin mætti. Hann sendi höfðinglegar ávísanir til góð- gerðarstarfsemi, en talaði ruddalega um það og sagði við Berthu, að hin eina raunveru- lega von heimsins væri fólgin í því, að menn- irnir fæddust með meiri skynsemi. Á milli þess sem hann las henni fyrir, skemmti hann henni með úrvali af meinfyndnum athuga- semdum. Þó að Bertha hefði mikinn áhuga á starfi sínu, gat hún þó ekki gleymt Arthur von Suttner. Bréf frá honurn komu daglega, og systur hans skrifuðu, að hann sæti alltaf einn og mælti varla orð af munni. Dag nobkurn, þegar Nobeíl var í Stokkhólmi vegna samn- ings um nýja dýnamítverksmiðju, félck Bertha bréf frá Arthur, þar sem hann skrifaði: „Eg get efcki lifað án þín.“ Hún skrifaði þafckar- og afsökun’arbréf til Nóbels, veðsetti eina skartgripinn sinn og fceypti sér formiða með næstu lest til Yínarborgar. Tveim vifcum síðar voru ungu hjónaefnin gefin saman í líti'lli sóknarkirkju og fóru síð- an til Mingrelíu, líti'ls furstadæmis í Kakas- us, sem Rússar höfðu tekið við níu árum áð- ur. Hveitibrauðsdagarnir eða sæludagarnir í Mingrelíu urðu níu ár, oftast í sárustu fátækt. Arthur vann á daginn sem bókhaldari í vegg- fóðursverfcsmiðju, og Bertha kenndi dætrun- um í tignarf jölskyldum píanóleik og söng. Þegar Rússland sagði Tyrklandi stríð á hendur árið 1877, varð Kákasus vígvöllur. Bertha sá ungu mennina halda af stað, sá þá koma heim aftur í sjúfcralestum. Hún reyndi að hugga mæður þeirra, sem fa'llið höfðu, rakti upp sárálín og annaðist um hermenn. Þegar hún var ung stúlíka í Vínarborg, hafði stríð aðeins virzt henni eins og fjarlægt æv- intýri, sem hetjur sneru heim úr, skrýddar heiðursmerkjum, til þess að dansa valsa. Nú var hún umkringd af óþverra og eymd stríðs- inS, og hún fylltist reiði gagnvart Stjórnmála- mönnum og herforingjum, sem sendu menn- ina út í dauðann, og hún var örvilnuð vegna eigin úrræðaleysis. Arthur var mjög fjölhæfur maður, og opn- aði stríðið honum nýjan möguleika. Ilanu Skrifaði nokkrar fjöhlegar frásögur fyrir dag- blað eitt í Vínarborg, og eftir að stríðinu var 'lokið skrifaði hann skemmtilegar greinar um Kákasus og íbúa þess, og áður en hann vissi af, var hann orðinn vinsæll rithöfundur. Það lét Bertha ekki ónotað. Ilún skrifaði fjörlega grein og undirritaði hana með nafninu „B. Oúlot“ með tilliti ti'l hleypidóma karlmanna, og sendi hana ti'l blaðsins Neue Freie Press í Vínarbrg. Hún fé'kfc uppörfandi bréf um hæl ásamt 20 gyllina ávísun. í útlegðinni í Kákasus skrifuðu Suttner- hjónin sex Skáldsögur og fjölda greina. Þegar þau sneru sigri hrósandi aftur til Vínar- borgar árið 1885, fyrirgáfu foreldrar Arthurs þeim flótta þeirra og létu þau fá íbúð í höll- inni, þar sem fallega fcennslukonan hafði einu sinni orðið ástfangin af syninum á heimil- inu. Á meðan höfðu Berhta og Alfred Nóbel haldið áfram viðræðum sínum bréfl'ega. Hann var mjög glaður yfir velgengni hennar á bók- menntasviðinu. Nóbel var orðinn dálítið grárri og enn þunglyndari, en hann var samt enn ful'lkomið pniðmenni, og tók með gest- risni á móti Suttners-hjónunum í París, sýndi þeim einfca-efnarannSóknarstofu sína og sagði þeim frá tilraunum sínum. Hann tók þau leinnig með í bðkmennta-fyrirlestrasalinn, sem hann hafði mi'klar mætur á og kom oft í. Þar heyrði hún, hvernig talað var um Bismarck og líkurnar á nýrri styrjöld, og hún komst í uppnám, er hún heyrði, með hve mikilli 18 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.