Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 24
LOFORÐIÐ Eftir L. G. MOBERLY Miðinn var bögglaður og vættur tárurn. Orðalagið var ein'kennilega barnslegt, en efn- ið var mjög alvarlegt, og féll Miles þetta til- tælki hennar mjög þungt. Hvert gat luin hafa farið og hvað ætli hún hafi ætlað að gera af sér, fáráðlingurinn litli, sem e'kki þekkti heim- inn eða lífið og örðugleika þess. Og hafði enga hugmynd um þær mörgu hættur í hinni stóru borg. Miles starði utna við sig á skeytið, sem hann hélt á í hendinni. Þannig sat hann nokkra stund. Síðan drap hann fingrinum á klukkuna og hringdi í ákafa og skipaði að frú Devon bústýra skyldi finna sig án tafar. Hún kom óðara, og er hún komst að því að eitthvað óvenjulegt var á seiði, gerðist hún forvitin, vildi heyra meira og fá að leggja orð í belg og gefa góð ráð. En Miles var eigi á því að þarfnáJst ráða hennar. Hann liorfði alvarlega á ráðskonu sína, andlitið var fölt og augun þreytuleg og mælti stuttur í spuna: „Hvað var klukkan, þegar frii Anderson fór út?“ „Ég veit það ekki, húsbóndi," sagði frú Devon, „en úti var hún, þegar gengið var til tedrykkju. Þegar borða skyldi morgunmatinn var hún í herbergi sínu, en kl. 3, þegar Jany fór upp til hennar, voru dyrnar opnar og hún öll á burt. Hún hafði skilið allt eftir á ringulreið — og —“ „Þakka yður fyrir, þetta er nóg,“ sagði Miles þurrlega. „Frú Anderson hefur skilið eftir skeyti til mín, sem skýrir mér ástæð- una fyrir fjarveru hennar. Ég vildi einungis komast eftir, hvenær frúin hefði lagt á stað. Þér megið fara.“ Frú Devon fór, en þó Seint, því henni mis- líkaði stórum, að húsbóndi hennar spurði hana ekki nánar. Einkum þótti henni það mjög, að hann hafði ekki leitað hennar ráða eða aðstoðar. En Miles vildi þannig koma í veg fyrir, að þjónustustúlkan hans færi með óþarfa þvætt- ing; í öðru lagi að nú var liðinn alllangur tími og ekkert hafði verið gert. En konuna hlaut hann að finna, hvað sem það nú kostaði. Þegar hann hafði loSað sig við ráðskon- una, hraðaði hann sér upp í herbergi IJpe. Þar var allt á tjá og tundri eins og ráðskonan hafði sagt frá. Aliar Skúffur hafði hún dregið út og dreift dótinu um allt her- bergið. Ferðalcofftortið hennar stóð þar opið og hálffullt af dóti. Því hafði hún gleymt eða ekki viljað taka með sér. Allt bar þetta vott um það, að hún hafði farið í flaustri og fyrirvaralaust. En ekkert kom þar í ljós, er bent gæti honum, hvert hún hefði farið. Þetta jók mjög á sorg hans. Iíann fór aftur inn í herbergi sitt til að reyna að ná jafnvægi á geðsmunum sínum og til að liugsa um, hvað hann ætti helzt að taka sér fyrir hendur í þessu efni. Honum gekk illa að sefa skap sitt. Jafnframt hinum ógeðfellda grun, sem hann ekki ga thrundið frá sér, var hann reið- ur konu sinni. Það lá við að gremja hans eyddi óttanmn og hinar blíðu tilfinningar, sem hann hafði borið til hennar, hafði æsingin gersamlega svift burt. Ef til vill hafði Miles lítils háttar samvizkubit, er einnig gjörði sitt til að raska ró hans. Honum varð oft á að minnast tengdamóð- ur sinnar og ekki sízt þess, hversu hún var glöð og ánægð er hún þakkaði lionum fyrir, að hafa tekið að sér barnið sitt, og fullviss- aði hann um, að við hans hlið væri hún ör- ugg um framtíð dóttur sinnar. Og nú var Hope, augasteinninn hennar, ef til vill alein að ráfa um hinar villugjömu götur Lundúnaborgar. 24 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.