Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 21
þjónninn sagði honum, að hún væri farin burt, þó að það þýddi það, að hann gæti nú fengið herbergið „þeirra“ aftur. Eftir miðdegisverðinn reikaði hann niður að Ströndinni og sneri ekki aftur til hótelsins fyrr en tunglið kom upp fyrir ofan klettana eins og stórt, hnöttótt ljósker. Þegar hann var kominn hér um bil upp að hótelinu, sneri hann sér enn einu sinni við til þess að dást að fögru útsýninu. Eins og ávallt áður reik- aði hugur hans til Micheline — lnin elskaði þetta allt. Æ, hve oft höfðu þau fengið sér tungskinsgöngu saman! Hann sneri sér við, hryggur í huga, leit af vana upp í gluggann „þeirra“ og hrökk við. Var hann að dreyma? Sá hann sýnir, eða var í raun og veru ljós í herberginu? Ung kona kom út á svalirnar, mynd liennar bar skýrt við upplýstan gluggann. En unga kon- an var farin. Það gat auðvitað verið ein af þjónustustúlkunum, en klæðnaðurinn kom ekki heim við það. Það var einkennilegt, hvað þessi kona var lík Micheline í vexti. Hann hljóp upp tröppurnar, titrandi af taugaóstyrk, og út. á svalir sínar í von um aÓ sjá ungu konuna á skemmra færi. Konan stóð þ'arna enn .. . Hún hallaðist UPP að grindverkinu og starði út á hafið, sem tunglið varpaði birtu sinni á. „Mieheline!11 hrópaði hann, frá sér num- inn af gleði. Hún sneri sér við í skyndi og starði á hann. „Jean!“ heyrði hann hana hvísla, en áður en hann gat sagt meira við hana, sneri him sér við og gekk inn. Hans: „Ég er nú kominn hérna til yðar til aS biðja yður að lýsa með mér og henni Stínu.“ Presturinn: „Ætlarðu nú að giftast Stínu? Um daginn ætlaðir þú að biðja liennar Línu.“ Hans: „Já, það er satt; en ég skal segja yður, prestur góður, liún Stína á kú.“ Presturinn: „Lína á líka kú.‘ ‘ Hans: „Já, ég veit það; sú kýr ber ekki fyrr en um miðjan vetur, en Stínu kú er snemmbær.“ A: „Því slærð þú alltaf í sömu hliðina á hestin- uml‘ ‘ P: „Af því að ég hef rekið mig á það, að ef sú hlið færist áfram, þá fylgist liin með.“ Ætlaði hún að flýja frá honum? Hvers vegna hafði hún farið án þess að segja eitt einasta orð? Ofsagleði Jeans breyttist í þjak- andi sorg. En hann fékk þó ekki tíma til langra heilabrota. Dvrunum á herbergi hans var svipt upp, og hvítklædd mannvera hljóp gegnum herbergið, út á svalirnar og beina leið upp um hálsinn á honum. „Jean, elsku Jean!“ „Elsku, hjartans Micheline mín, en hvað ég hef þráð þig mikið !‘ * „Vissir þú, að ég var hérna?“ spurði hann, þegar mesta gleðiofsann var farið að lægja. „Nei!“ „Hvenær komstu?“ „Pyrir einni klukkustundu. Lestin var á eftir áætlun. Mér fannst ferðin aldrei ætla að taka enda. Ég brann af löngun eftir að sjá aUa staðina, þar sem við tvö höfðum verið saman. Það yrði eins og að fá eitthvað áf þér aftur. En hvers vegna komst þú?“ „Af sömu ástæðu. Þú hefur ekki hugmynd um, hve ég hef saknað þín, og hve oft mig befur langað til að sækja þig og fara með þig heim aftur. Ég fór hingað út eftir í von um, að þú mundir vera hér, og ég held, að þrá mín hafi kniiið þig hingað.“ „Ef tii vill var það þess vegna, sem ég var svo viss um að hitta þig. Ég held, að við konurnar höfum sjötta skilningarvitið á þessu sviði.“ Maðui' nokkur sagði við stúlku, sem honum leizt vel á og hafði sýnt ýmis kærleikshót, en þótti hún stirðlynd og stygg við sig: „Ef sumir væru við suma eins og sumir eru við suma, þá væru sumir betri við suma, en sumir eru við suma.‘ ‘ Gesturinn: „Eruð þér húsbóndinn hérna? Bóndinn: „Einu sinni var ég það.“ Gesturinn: „Eáðið þér þá ekki húsum hér nú?“ Bóndinn: „Nei, nú er ég giftur.“ Jón litli: „Hvernig stendur á því, pabbi, að menn- irnir verða ekki eins gamlir og á dögum Abrahams?“ Paðirinn: „Þá var fæði og annað svo ódýrt, nú er allt orðið svo dýrt, að fæstir liafa ráð á að lifa svo lengi.‘ ‘ HEIMILISBLAÐIÐ 21

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.