Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 25
Þegar þjónustustú'lkan kom að bjóða hon- um miðdegisverðinn, var hann óður og upp- vægur. Hann skipaði að útvega í skyndi vagn til að aka til lögreglustöðvarinnar Skotland Yard svo hart sem unnt væri. Forvitni griðkonunnar minnkaði títið við þetta, þó Miles virtist mjög rólegur og með jafnaðargeði og reyndi stöðugt að telja þeim trú um að ekkert athugavert væri við fjar- veru frúarinnar að þessu sinni. Það tók nú að gruna margt. 011 þessi óreiða og umturn- un, sem var á klutunum eftir daginn fyllti þjónustustúlkuna reiði, sem illg'jarnlegt var. En þrátt fyrir hið hlægilega samband er var milli Milesar og frú Hope, sem menn 'höfðu fyrir löngu komizt að, hefði engum þeirra bomið til hugar, að hún hefði eigi bæði hugrefcki og sjálfstæði'sþrek til að fara leiðar sinnar eins og þegagr var á daginn lcomið að hún hafði gert. „Farin er hún,“ sagði þjónustustúlkan, „þó ég' engan veginn geti skilið, hvernig him gat komist niður stigann og út um dyrnar, án þess að ég yrði þess hið minnsta vör.“ „Já, nú er þó læknirinn ofurlítið smeikur, sýnist mér,“ mælti frú Devon. „Og ég segi nú eins og mér finnst, að mér leizt nú aldrei á þennan ráðahag. Mér finnst Hope minna mig á myndastyttu. En það verð ég líka að segja, að læflmirinn lét hana of mikið afskipta- lausa.“ „Það finnst mér líka,“ sagði þernan. „Ég held honum hefði verið nær að giftast henni aldrei, heldur en að láta hana svo lifa títaf fyrir sig afskiptalausa. Ég held ég hafi nokkr- um sinnum komið að henni án þess að hún vissi af, þegar hún var að gráta í einrúmi, vesalingurinn! En þráltt fyrir það var það ekki rétt af henni að hlaupa þannig í burt.“ Svona leit nú almenningur á málið. Þótt enginn þefckti hana eða þætti verulega vænt um liana, þótti þetta leitt hennar vegna. Jafn- framt kenndu menn mjög í brjósti um Miles, er hann kom heim kl. hálftíu og var fölur og þreytulegur og þjakaður bæði á sál og lík- ama. Lögreglan tók dauft í þetta mál. Það var svo langt liðið frá hvarfi frú Andersons. Hún gat vel verið komin langt út úr borginni, og jarnvel af landi burt. Til þess að leiða athygli hans að öðru og til hughreytingar ,sagði lögreglustjórinn hon- um frá því, að húsfreyja hans hefði einu sinni hlaupið burt í reiði sinni aðeins um stundar sakir; mundi því þann veg varið með þessa og mundi hún sennilega korna sjálf heim einlivern daginn. Miles varð því að gera sig ánægðan með að lögreglan gerði allt, sem unnt væri til aðstoðar honum í þessu efni; að því búnu kvaddi hann og hélt heim. En allt um það varð honum eigi svefnsamt um nóttina. Lengst af gekk hann um göturn- ar í nágrenninu. Fyrst fór hann til frú Brooks, en það hughreysti liann efcki. Ilún fórnaði höndunum af skelfingu, er hún heyrði þetta og hélt langa og efnisríka tölu í líking- um og spádómum um framtíð og forlög Hope. Miles gerðist nú óglaður mjög og gat eigi á heilum sér tekið. I hvert sinn, er bankað var, fékk hann hjartslátt, því verið gat að nú bærist einhver fregn af Hope eða hún væri þar sjálf. Hann var hálf utan við sig eða sem í draumi, og þegar móðir hans sagði við hann hughreystandi: „Góði Miles, ég álít sannar- lega að þetta sé það bezta sem fyrir gat kom- ið. Þú hefur gert skyldu þína og þarft ekki að ásaka sjálfan þig hið minnsta. Nú er þungu oki létt af þér.“ Þá varð Miles óður og uppvægur. „Hvernig dirfist þú að fara svo illum orð- um um konuna mína,“ sagði hann með sorg- blandinni röddu. „Vesalings litla konan mín liafði meiri ástæðu til að ásaka mig en ég hana, og ég sikal aldrei gefast upp fyrr en ég finn hana.“ En ekkert fréttist til Hope, þó lögreglan legði fram alla krafta til að finna hana. Hún var horfin fyrir fullt og allt, og lögreglustjór- inn sjálfur sagði einslega við MileS: „Þótt hún hefði í marga mánuði búið sig undir að villa lögreglunni sjónir, hefði það ekki getað tefcizt betur, en það hygg ég, að hún hafi þó ekki gert,“ sagði hann með áherzlu og leit spyrjandi augum á læknirinn. „Það er óhugsandi, að konan mín hafi áformað það löngu fyrirfram að flýja, við höfuð verið í hjónabandinu aðeins hálft ár.“ Lögreglustjórinn vissi þetta mjög vel en lézt verða hissa og sagði: „Hér er víst ekki um neinn meðbiðil að ræða; var hún í sér- stöku vinfefngi við nokkurn karlmann áður en þið giftust?11 Þrátt fyrir vandræði sín hlaut Miles að heimilisblaðið 25 L

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.