Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 33
og nú mundi liann eftir því, hvað herra Dims- dale hafði sagt um þennan hring, að hann væri alveg eins og ættarhringurinn hans. Hon- um fannst það mjög undarlegt, að þessi hringur fátæku konunnar skyidi vera alveg eins og trúlofunarliringur Dimsdaleættarinn- ar og honum lá við að brosa að þeirri hugs- un sem flaug fyrir hjá honum, að Hope kynni ef til vill að vera í ætt við Dimsdalana, svo mikil f jarstæða fannst honum það vera. Hann mundi að vísu eftir, að látna konan hafði vakið hjá honum þá hugsun, að hún hefði fengið gott uppeldi og einhverntíma verið með heldra fólki, en að ímynda sér að hún væri nákomin hinni höfðinglegu og göfug- mannlegu lafði Dimsdale, gat þó ekki komið til neinna mála. Nei — ef herra Dimsdale hafði ekki farið villt í þessu með lxringinn, hlaut hann að vera gerður eftir hring þeirra Dimsdalanna af ein- liverjum óviðkomandi. Svo reif hann sig með viljaþreki út úr þess- um hugsunum og tók pappír og penna og settist við skriftir, en vinnan gekk stirðlega. Fyrir hugskotssjónum hans sveimuðu stöðugt tvö kvenmannsandlit, annað af konunni hans, bleikt, með dökka hrokkna hárið og sorg- mæddum svip, en hitt með hjúkrunarkonunn- ar blíðlega og stiUilega svip. XI. „En hvað það er skrítið, mamma, ungfrú Smith hefur aldrei séð óuppslitnar Máklukk- ur, aldrei séð þær nema í körfum sölukerl- inganna." „Þetta er ekki svo undarlegt," svaraði frú Rodford, „ungfrú Smith, þér hafið víst ávallt átt heima í Lundúnum, og þar vaxa ekki villtar bláklukkurf1 Frúin sneri sér spyrjandi að hinni nýju kennslustúlku, sem sat við borðið milli barna hennar, Montague og Stellu litlu. Unga stúlkan veitti því ekki eftirtekt að frúin beindi spurningu til hennar. Hvin var auðsjáanlega eitthvað viðutan. „Eg er að spyrja yður hvort þér ávallt hafið átt heima í Lundúnum ?“ sagði frúin og brýndi raustina. „Það lítur annars stund- um út fyrir þér hafið gleymt nafni yðar, því það viil oft til, að þér ansið ekki, þótt kallað sé á yður með nafni. Svo mikið eruð þér utan við yður.“ Kennslustúlkan hrökk saman, og hún roðn- aði í framan af geðshræringu. „Eg bið marg- sinnis um fyrirgefningu,“ stamaði hún. „Það er satt, ég er stundum dálítið utan við mig, eins og ég var núna, og því tók ég ekki eftir því sem þér voruð að spyrja um.“ „Þetta ber vott um Skort á góðu uppeldi,“ sagði frúin tilgerðarlega. „Það sem ég spurði yður um var, hvort þér hefðuð nokkurntíma átt annars staðar heima en í höfuðborginni, þar sem þér aldrei hafið séð óuppslitnar blá- klukkur, og Montague litla var að undra sig yfir því?‘f „Nei, ég hef ekki verið annars staðar en í Lundúnaborg," svaraði stúlkan með gleði- bragði, „og ég hef heldur aldrei fyrri en hér séð bláklukkurnar gróandi á jörðinni, og mér sýnast þær svo miklu fegurri hérna liti í hag- anum, heldur en þær voru, þegar ég sá þær inn í borginni í körfum sölukeriinganna. Hér eru þær svo lifandi og blómstrandi í sínu himinbláa skrauti.“ „Það ætlar að fara að bregða fvrir lijá yður skáldlegri mælsku,“ sagði frúin kald- ranalega, „og það bara yfir vanalegum haga- blómum; þessar bláklukkur eru sannarlega engin undrablóm. Nei, þá skylduð þér sjá blómin í gróðurhúsinu uppi á höfðingjasetr- inu, þar er ýmislegt sem hægt er að undr- ast vfir, og ýms fágæt blóm, að ég er viss um að þér hafið aldrei séð þau eða nein svipuð þeim.“ „Á hvaða höfinðjasetri er þetta gróður- liús?“ spurði stúlkan blátt áfram. „Það er höfingjasetrið, sem þetta þorp, sem við erum í, liggur undir. Það heitir Prett- owe-Hall, og það er eign sir John Dimsdales og konu hans. Þau búa þar bæði og frændi þeirra er hjá þeim, Mr. Arthur. Þegar þér farið út í haga með börnunum, liggur leiðin fram hjá þessu höfingjasetri. Eg og maðurinn minn komum þar oft.“ Það kom mjög drembilegur svipur á frúna þegar hún sagði þetta, og hún gaut augunum til kennslustúlkunnar, til þess að horfa eftir hvort hún mundi ekki alveg falla í stafi, þeg- ar liún heyrði hvílíka höfðingja húsmóðir hennar umgengist og væri í vináttu við. f andliti stúlkunnar var enga undrun að sjá, heimilisblaðið 33

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.