Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 20
ÉÐHHCB G amla sagan SMÁSAGA EFTIR MARCEL BENOIT Jean Dórgélles taldi sjálfnm sér trú um, að skyndilegur innblástur hefði komið hon- um til þess, sumardag einn, að láta niður í handtösku sína og fara til Dinard, og það- an fór hann með áætlunarhíl til Saint-Cast- la-Verte, perlu Bretagne, sem er mjög fagur staður, umkringdur skuggsælum skógum og bryddur freyðandi hafinu. Jean og Micheline höfðu dvalizt í sum- arleyfi sínu þrjú sumur í röð á þessum un- aðslega, friðsæla stað. Michölinej ! ITin yn dislega kona Jeans var nú aðeins fögur, en angurblíð endurminn- ing, — já, svo miklum breytingum er til- veran og ástin undirorpin. Hún hafði yfirgefið hann, eða réttara sagt: Þau höfðu orðið sammála um að fara hvort í sína áttina vegna mjög lítilfjörlegra kappræðna. Þar sem þau voru bæði mjög stórlát, gat hvorugt þeirra hugsað sér að mæla fyrsta sáttarorðið. Nú var hálft ár síðan! Jean fannst það vera heil eilífð. Honum fannst þetta hálfa ár vera eins og hyldýpi, þar sem ást þeirra lá á botninum limlest og sundur- kramin. Dauð ? Nei, nei, það var hún að minnsta kosti ekki hvað hann snerti. Hann gat a'ldrei hætt að gráta hina glötuðu ham- ingju þeirra. Jafnskjótt og hann steig út úr áætlunar- bílnum, varð hann gagntekinn af staðnum og hinum mörgu minningum hans. Hann þekkti hvern veg og hvern stíg, hverja smá- 'búð. Eins og til dæmis verzlunina þarna. Hversu oft hafði hann staðið þar og beðið eftir Micheline, þegar hún þurfti að kaupa hnappa, bendla eða hvað það nú var? Eig- andinn, frú Ydvé, sem stóð í dyrunum og horfði á ferðafólkið, þekkti hann þegar í stað og heilsaði honum brosandi. Jean beygði niður eftir Strandgötunni, álcveðinn í því að fara í annað hótel en það, sem þau höfðu búið saman í. En hann hafði varia gengið tuttugu skref, áður en hann sneri við og gekk eftir gamalkunna veginum til hótelsins „þeirra“. Það fyrsta, sem hann fékk að vita, var það, að eigandaskipti höfðu orðið, og einnig var annað starfsfólk. Það var í rauninni gott, hugsaði liann og bað um að fá herbergið, sem þau höfðu búið í áður. Því miður bjó einhver í því, og hann varð að sætta sig við að fá herbergið við hliðina á því. Jæja, það var alltaf betra en ekkert. Hins vegar tókst honum að fá borðið „þeirra“, sem stóð við stóra gluggann með útsýni yfir vatnið, þó að hann yrði að fall- ast á að víkja úr sæti, þegar fleiri gestir kæmu, þar sem það var áætlað handa fjór- um. Jæja, þá koma dagar, og þá koma ráð. Fyrst um sinn naut hann að minnsta kosti gleðinnar .. .eða sorgarinnar ... yfir því að sitja við sama borð og horfa á sama haf, sem þau höfðu oft glaðzt yfir í sameiningu. Þegar hann lokaði augunum, gat hann nær því talið sjálfum sér trú um að hún sæti þarna beint á móti honum, og það urðu hon- um hálfgerð vonbrigði, þegar hann opnaði augun aftur og sá, að sætið var autt. Við borðið skammt frá sat unga konan, sem liafði fengið herbergið „þeirra“. Hún var ljóshærð, bláeyg og grönn. Það var ekki laust við, að hún minnti hann svolítið á Micheline. Nýtízkulegu strandfötin gáfu til kynna, að hún var óvenpulega vel vexin. Hann horfði á hana og gladdist, með list- rænum smekk sínum, yfir fegurð hennar, en óskaði samt brennheitt, að það hefði verið Micheline. Dagamir liðu og fóru í það að leita uppi staði, þar sem hann og Micheline höfðu ver- ið saman og farið pílagrímsför ástarinnar, hugsaði hann og brosti með beiskju. Það urðu honum nær því vonbrigði, þegar hann kom niður eitt kvöldið um viku seinna til miðdegisverðar og hann sá, að borð ungu konunnar var autt. Honum fannst hann vera enn meir einmana og yfirgefinn, þegar 20 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.