Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 28
mig fá hana, og ég set ]iað ekki fyrir mig, ])ótt launin séu lítil.“ „Þykir yður ékki lakara að þessi frú býr úti á landi, og þangað verðið þér að flytja, eigið ])ér að ráðast til hennar.“ „Hvort mér þyki lakara að flytja út á land,“ tók stúlkan upp eftir frúnni, og gleð- in skein út úr andliti hennar, „ó, það gleður mig sannarlega. Mig hefur lengi langað til að komast út á land. Móðir mín talaði oft um, hve skemmtilegt væri þar, en við höfðum aldr- ei efni til að fara út á land. Það hlýtur að vera yndislegt að sjá þar engi og skóga, og mig langar til að geta átt heima þar úti.“ „Jæja, en ég vil samt vara yður við, ung- frú góð, að gera yður ekki of glæsilegar von- ir. Þessi staða, sem hér um ræðir, er víst ekki dkemmtileg og mikil vinna mun verða heimt- uð af yður. Þér eruð eigi sú fyrsta ung stúlka, sem ég hef sent þangað út, og engin frá mér hefur haft úthald til þess að vera þar ákveð- inn tíma. Nú hef ég aðvarað yður, og látið yður vita, að þér þrufið okki að bixast við að fá að dansa á rósum í nýju vistinni.“ „Það er sama! — það er sama!“ sagði unga stúlkan með ákefð. „Eg mun reyna að ihalda út að vera þar, hvemig sem það er. Látið mig bara fá þessa stöðu. Ef mikið er að starfa, því betra, vinnan mun hjálpa mér til að gleyma — gleyma.“ Síðustu orðin talaði hún lágt og hnn þagn- aði í miðri setningu. En í þessum síðustu orðum þóttist frú Bailey hafa fundið lykil- inn að hinni undarlegu framkomu stúlkunnar. Það var auðvitað ástarævintýri á bak við. Hún hefði efalaust verið dregin á tálar og orðið fyrir vonbrigðum, vesalingurinn, og eins og allt kvenfólk háfði frúin liluttekningu með þeim, sem í raunir rötuðu út af ástamálum. Þessi grunur varð því til að auka hlýleik hennar til stúlkunnar, og henni fannst það rétt og rösfclega gert af henni að vilja reyna að kæfa sorgir sínar með því að takast á hendur mi'kil störf. „Ég Skal láta fylgja yður á gott gistihús hér í nánd, þar sem þér getið verið tvo þrjá daga,“ sagði frúin, „ég rita þegar út til frú Radford, og ég býst við að þér getið flutt til hennar áður en þeir eru liðnir. Frú Rad- ford er gift laeflmi, —“ þegar frúin sagði þetta tók hún eftir því, að stúlkunni brá sýnilega og hún dró af því þá ályktun, að hinn missti unnusti hennar mundi hafa verið læknir. „Radford læknir,“ hélt frúin áfram, „býr í litlu sveitaþorpi, sem Prettowe nefnist. Hann er fremur fátæikur, og eins og ég sagði yður áðan; heimilið er ekki sem ákjósanleg- ast, stiilkunum þar þykir frúin ekki ávallt nærgætin, en þér verðið að reyna að vera þar svo lengi að þér getið fengið meðmæli þaðan, það er nauðsynlegt fyrir framtíðina, því langt um léttara mun fyrir yður að fá góðar vistir síðar, ef þér hafið meðmæli frá fyrri veru- stöðum.“ „Já, ég vil gera mitt ítrasta, og mig lang- ar til að fá þessa stöðu hversu erfið sem hún kann að vera. Mig langar svo mikið til að komast burt úr þessari borg og að fá eitt- hvað verulegt að starfa, já, verulega mikið.“ Frú Bailey stóð á fætur og lagði höndina á öxl ungu stúlkunnar og mælti vingjarnlega: „Barnið gott, þér hafið auðsjáanlega litla lífsreynslu ennþá, vinnan verður mörgum erf- iðari en þeir ímynda sér í fyrstu. Og þér munuð þurfa að læra margt, jafnung og þér eruð. En erfiðast af öllu er ef til vill að læra að stjórna geði sínu, og ef menn geta það ebki, að minsta kosti oftast, geta þeir elcki staðið vel í stöðu sinni, ebki einu sinni annast vel eða komið sér við börn.“ „Að stjóma geði sínu eða stjórna sjálfum sér,“ sagði stúlkan og horfði undrandi á frúna. „Það hefur einu sinni áður verið sagt, að ég þyrfti að læra, og að ég væri óstýrilát og kynni ebki að stjórna mér. En ég veit ekki, hvernig ég á að læra að verða öðruvísi en ég er, hvernig ég á að læra að stjórna sjálfri mér, það veit ég elrki.“ „Já, barnið mitt,“ sagði frúin í mjúkum róm, „með tímanum muntu læra þetta. Lífið 'er harður Skóli, og þær sorgir, söknuður og erfiðleikar, sem það hefur að geyma, mun kenna yður að stjórna geðsmunum yðar, ung- frú Smith.“ Og ungfrú Smith — það er Hope Ander- son —- beygði höfuðið hugsandi við þessa ræðu. X. Stöku sinnum fann móðir Milesar læknis upp á því að bjóða til bvöldverðar ýmsu frændfólbi sínu og nobkrum vinum og kunn- 28 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.