Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 16
hún skyldi verða tangaóstyrk og gieyma allt
í einu laginu. En návist mín reyndist vera
alveg óþörf. Lóra þreif frá mér tréhamarinn
og glamraði sig fram úr „Me, me, segir lítið
lamb.“
Því næst kom „Danny Boy“. Lóra lauk
þessum dagskrárlið með því að renna hamr-
inum eftir öllum málmnótunum með svo miklu
yfirlæti og glæsileik, að þegar í stað kváðu
við hróp um endurtekningu. Eg tilkynnti,
að næst kæmi göngulag.
Lóra setti undir sig hausinn ög fór að leika
hið þefckta lag án minnsta tillits til þess,
hvort. hún hitti hægra eða vinstra megin við
réttu tónana. Það var greinilegt, að göngu-
lagið var algerlega að fara út um þúfur. Allt
í einu heyrðist mikill dynkur. Það var xýló-
fónninn, sem hafði dottið á gólfið við ofsaleg-
ar aðfarir Lóru. Allir klöppuðu sem óðir
væru, en Lóra og ég snerum aftur til sæta
okkar.
Nú var röðin komin að harmoníuleikaran-
um. Hann virtist ekki vera sérlega hrifinn af
að koma fram rétt á eftir svona sviðsvönum
hljóðfæraleikara. Og hið illa hugboð hans
reyndist brátt. vera á rökum reist. Hin fagra
rödd Lóru yfirgnæfði brátt leik hans, og
hann valdi þann ko'stinn að draga sig í hlé
eins og söngkonan. Lóra kom aftur upp á
sviðið, að þessu sinni til þess að leika á munn-
hörpu.
Þegagr annar hluti kvöldskemmtunarinnar
hófst, tók ég Lóru með mér inn í vinnuher-
bergi Andrews frænda, þangað til röðin kæmi
aftur að henni — hún átti að syngja með
undirleik mínum á slaghörpuna. En vinnu-
herbergi Andrews frænda var því miður ekki
hljóðeinangrað, og- þegar hinir listamennirnir
byrjuðu, fór hún að væla svo nístandi sáran,
að brjóstgóður áheyrandi hleypti henni út.
Við síðustu tilraun mína til þess að hafa
röð og reglu á öllu lét ég hana sitja við hlið
mér inni í dagstofunni og fyrirskipaði henni
stranglega að þegja. Það hafði aðeins í för
með sér nýjar ófarir. Selum hættir mjög til
að tárfe'lla. og Lóra lá nú í örvæntingu sinni,
og tárin streymdu niður kinnar hennar. Af-
deiðingin varð auðvitað sú, að hinir gestirn-
ir tóku málstað hennar, og hinir listamenn-
irnir, sem koma áttu fram, buðust til þess
að láta hana kom fram strax. Kvöldinu lauk
með almennum söng, og ég þarf tæplega að
geta þess, að Lóra ætlðai alveg að æra olckur
öll með söng sínum.
Dag nokkurn reri ég yfir vatnið, en Lóra
synti við hliðina á bátnum. Ég gekk í land
á ströndinni hinum megin til þess að tína
nokkrar bláldukkur. Lóra horfði á eftir mér
yfir borðstokk bátsins, þegar ég hvarf inn á
milli trjánna.
Og þetta var síðasta skiptið, sem ég sá
hana. Iíún kom ekki heim um kvöldið, og þó
að við leituðum hennar í marga daga og köll-
uðum nafn hennar niðri við vatnið, heyrðum
við hana ekki svara með glaðlegu bofsi sínu.
Við gátum aldrei leitt í Ijós ástæðuna fyrir
hvarfi hennar. Og með Lóru missti ég bezta
og vitrasta dýrið, sem ég hef nokkru sinni
átt að félaga.
Fyrstu danssporin stigin.
Þessar litlu frönstu stúlkur voru
aö sýna búninga sína á hátíö í
Frakklandi.
16
HEIMILISBLAÐIi)