Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 13
liana. Það var eitthvað alveg nmsnúið í fram- komu mömmu. „Mamma,“ sagði ég. „Hvers vegna kemur pabhi eldd heimf' Mamma fór að afhýða kartöflur án þess að svara. „Mamma,“ sagði ég. Hún sagði enn ekki neitt. Bn skömmu síðar lagði hún frá sér hnífinn og sneri sér að mér. „Eg verð víst að segja þér eins og er, Kis, þó að ég aetlaðist ekki til þess að þú fengir að vita það enn þá,“ sagði hún rólega. Hjarta mitt varð þungt eins og blý. „Segja mér hvað?“ „Þú ert ekki lengur neitt barn, Kis. Þú ert sjálf gift og ef til vill fær um að skilja ... Þú getur eflaust farið nærri um, að það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig að búa með pabba þínum öli þessi ár.“ Ég starði bara á hana. „Mamma!“ sagði ég og tók andköf. „Farðu nú ekki að æsa þig upp, barn. Og horfðu ekki á mig á þennan hátt. Ég hef gert eins vel og ég gat í tuttugu ár — þang- að til þú giftist, svo að það skipti þig ekki svo miklu máli.“ „Þú átt þó ekki við, að þú — að þú ætlir að skilja við pabba?“ Mamma leit undan. „Já, ég veit, að þér hefur alltaf fundizt, að pabbi þinn væri ein- mitt eins og hann ætti að vera. Að vísu — hann drekkur eklci, og hann kærir sig ekki um aðrar konur, en það þarf meira en það til þetsS að gera hjónaband hamingjusamt, og sannlei'kurinn er sá, að pabbi þinn hefur aldrei skeytt verulega um mig, Kis.“ „Ekki skeytt um þig!“ „Nei. Hjá honum var það álltaf skrifstof- an fyrst og svo ég. í tuttugu og tvö löng ár hef ég séð hann sve'lgja í sig morgunkaff- ið og þjóta af stað til skrifstofunnar. Á kvöld- in er hann of þreyttur til þess að fara nokk- uð út. í staðinn sökkti hann sér niður í hæg- indastól með vindlana sína og dagblaðið sitt. Og ef hann sagði loks eitthvað, snerist það um dómsmál og lagagreinar. Hugsaðu um, hvað í því felst, Kis, að eyða tuttugu og tveim árum í það að hlusta á lagagreinar og sópa vindlaösku upp af gólfteppinu!‘ ‘ __ Ég fékk kökk í hálsinn. Mamma og pabbi! Ég hafði ailtaf haldið, að þau væru svo heimilisblaðið hamingjusöm. A'llt í einu fór ég að gráta. Nú var pabbi einn — eftir að hafa stritað og þrælað öll þessi ár fyrir mömmu, veitt ihenni heimili og falleg föt, hjálpað henni og verndað hana ... Mér fannst allt í einu, að ég hátaði hana. Tár mín stöðvuðust snögg- lega, og óg hris'ti af mér höndina, sem hún hafði lagt á öxl mína. „Mamma,“ sagði ég, „þú ert móðir mín, og þú hefur verið mér góð. En af öllum and- istyggilegum og ikröfuhörðum lconum ert þú . . .“ Ég þagnaði allt í einu. Útidyrunum var lokið upp, einhver gekk með þungu fótataki gegnum dagstofuna. Það brakaði í hæginda- stólnum, ánægjuhrinur heyrðist og skrjáf í dagblaði. Svo heyrðist drynjandi rödd pabba alveg fram í eldhús. „Hvern slcrambann hefurðu gert við reyk- ingaborðið mitt, Kaja?“ Mamma leit á mig og svaraði: „Það stend- ur á bak við útvarpstækið. Ég setti það til hliðar, þegar ég var að taka til. En þú verð- ur nú heldur að koma hingað fram, Har- aldur, við höfum fengið gesti.“ Pabbi kom fram í eldhúsdyrnar. „Kis!“ Hann tók utan um mig og þrýsti mér að sér. „Það verð ég að segja, þetta var óvænt. Hvað verðurðu lengi, telpa m!ín? Einn mán- uð?“ „Nei,“ svaraði ég. „Það verð ég ekki.“ Ég leit á mömmu. Hún brosti, og ég brosti aftur. Ég vissi, að mér bæri að hata hana enn vegna skelksins, sem hún hafði skotið mér í bringu. Hún hafði fengið símskeytið mitt, og hún hafði svarað mér á þann hátt, sem ég átti skilið. En ég hataði hana ekki. Ég elskaði hana. „Nei,“ sagði ég, „ég verð ekki einu sinni viku. Ég vterð aðteins í nótt. Ég fer í fyrra- málið heim til Pouls.“ DRÁTTLIST ÞORRA Frá mér hrifinn horfði eg á hvítan aldinskóg — Þorri mér þá mynd að sjá morgundapra hjó. Seinna léttist hrún og hrá, hjört í heiði slcein .. miðdags-sól hans myndir á, — mjöllin glóði hrein. 13 L

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.