Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 29
ing'jum, sem liún átti. Við slík tækifæri var liún ávallt fær um að vera á ferli og kom hún ])á fram sem nærgætinn og umliyggjusamur gestgjafi, sem lét sér annt um að gestunum liði sem bezt og hefðu sem mesta ánægju af boðinu. Það var í einu af slíkum gestaboðum að Anderson læknir liitti Grace í fyrsta sinn ut- an við spítalann, eftir að ITope hafði strokið frá honum. Þegar hann í samkomusalnum kom auga á hina háu og blíðlegu hjúkrunarkonu, Skundaði hann þegar til hennar og heilsaði henni kurteislega. Þótt hjúkrunarkonan hefði séð lækninn næstum því daglega, hafði hún aldrei tekið eftir því jafnglöggt og nú í hinum uppljóm- aða sal, hversu hann hafði breytzt og elzt þessa mánuði, sem liðnir voru frá því að kon- an hvarf. Hárið var að grána, hruklcur voru að koma í andlitið og svipurinn var orðinn þreytulegri. Hjúkrunarkonunni duldist ekki, að afdrif hjónabandsins höfðu fengið mikið á hann, og hún fann til sannrar meðaumkunar með hon- um. Hann hafði að vísu frá því liann missti konuna aldrei talað við hana á spítalanum annað en það allra nauðsynlegasta viðvíkj- andi sjúklingunum, og það hafði sært hana meira en hún sjálf vildi kannast við, en hún dró þá ályktun af þeim fáleik hans, að honum mundi falla erfitt að minnast á konuhvarfið og núverandi lrringumstæður sínar. Henni var ekki ókunnugt um allan þann þvætting, sem gekk manna á milli um lælm- inn og konu hans, eftir að uppvíst varð um hvarf læknisfrúarinnar, og hún gat getið.sér til, að lækninum mundi falla það þungt, að lijónaband hans yrði þannig að almennu um- tali. Hjúkrunarkonan hafði verið á báðum áttum, hvort hún ætti að taka á móti boði gömlu frúarinnar, en það réði úrslitum, að hana langaði til að hitta lækninn annars stað- ar en á spítalanum, og vita þá hvort þeirra fyrri vinátta og tiltrú hvort til annars gæti ekki endumýjast. Hún hafði þekkt gömlu frú Anderson í niörg ár, og þegar hún hafði heilsað henni, sagði frúin: „Kæra Grace, ef að þér gætuð haft nokk- ur áhrif á Miles, þá ættuð þér að fá hann til að ferðast brott héðan um tíma. Þessi leið- inleg'u atvik með konuna hans liafa haft ill áhrif á hann.“ „Eg held að Anderson læknir sé einn af þeim mönnum, sem leita afþreytingar í vinn- unni, þegar mótlæti ber að höndum/1 sagði hjúkrunarkonan stillilega, „og mér finnst það rétt af honum. Eg veit, að ef ég yrði fyrir sorg, mundi ég reyna að herða að mér með vinnu meira en áður.“ „Og þér eruð jafn einföld og hann,“ sagði gamla konan með gremjuhreim í röddinni. „Ég hef gert mitt ýtrasta til að fá hann til að taka á móti beimboði frá lafði Dimsdal um að koma til Prettowe og dvelja þar um tíma, og ungi Dimsdal er hér í kvöld og hef- ur sagt mér, að frænka hans sé mjög áfram um að fá son minn til að dvelja hjá sér um tíma, en hann er ósveigjanlegur og fæst eigi til að fara.“ „Ég skil haun svo vel,“ sagði hjúkrunar- konan. „Hann kýs heldur að fást við sín dag- legu störf, og dylja hjartasorg sína fyrir heiminum.“ „Hjartasorg,“ tók gamla konan upp eftir henni með beiskri rödd. „Mér finnst miklu fremur, og það hef ég sagt Miles, að hann megi þakka forsjóninni fyrir, að þessi van- þakkláta kona hljóp frá honum; hjónaband þeirra var elíki annað en mistök og misskiln- ingur frá upphafi til enda. Hún hefur bakað syni mínum mikla armæðu og komið af stað spttandi og niðrandi tali um hann á ýmsum stöðum með sínu ósæimlega háttalagi.“ Hjúkrunarlconan varð því fegin, að no'kkr- ir gestir komu að í þessu og fóru að tala við gömlu frúna, svo að hún varð að hætta við að fárast um kringumstæður sonar síns, og Grace hraðaði sér í hinn endann á salnum, þar sem hún hafði gott útsýni yfir gestahóp- inn; það var þar sem Miles kom fyrst auga á hana, eins og áður er skýrt frá. Lækninum var hugfró í því að hitta hjúkr- unarkonuua þarna. Hann vissi að hún var laus við hleypidóma og mundi líta með meiri sannsýni á þetta, sem fyrir hann hafði komið, en aðrir. Honum hafði verið mjög á móti skapi að taka þátt í þessu gestaboði móður sinnar, en hann vildi þó sýna, að hann fyrir- yrði sig eMd að koma á mannamót og bjóða þvaðrinu um sig byrginn. „Hafið þér heyrt, að lconan mín hefur yfir- HEIMILISBLAÐIÐ 29

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.