Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 32
Ungi maSurinn tók eftir því að læknirinn átti erfitt með að segja þetta, og hann mundi nú eftir atburði þeim, sem orðið hafði í húsi hans, og sagði: „Má ég biðja yður að afsaka að ég er að tala um þennan hring, en orsökin er sú, að hann er álveg eins og hringur, sem er í ætt minni og hefur fylgt henni mann fram af manni.“ „Það er undarlegt.“ „Já, hringur alveg eins og þessi hefur yfir hundrað ár fylgt Dimsdaleættinni, og það hefur verið siðvenja, að þegagr eigandi óðals- ins hefur gift sig, hefur hann gefið maka sín- um hringinn, en ávallt við dauða hans hef- ur honum verið skilað aftur ti'l óðalseigand- ans, svo hann hefur ávallt fylgt óðalinu. Mér var ókunnugt um að til væri hringur eins og liann, en líklega hefur einhverntíma verið smíðað eftir lionum, þótt ég hafi ekki heyrt þess getið.“ Læknirinn gaf þessu tali lítinn gaum, hann sagði nokfcur orð í kurteisisskyni um þennan skrautgrip Dimsdaleættarinnar og að undar- legt væri að hann líktist svo mjög skrauthring konu sinnar. Síðan vék hann talinu að stúlku þeirri, sem hann vildi mæla með handa lafði Dimsdale og kvaddi svo unga manninn og hafði sig heimleiðis hið bráðasta þar á eftir. Við það að minnast á konu sína við ókunn- an manninn, hafði hugur hans komizt í æs- ingu. Samvizkubitið, sem að öðru hverju hafði pínt hann, tók að gera vart við sig með nýjum krafti, en jafnhliða gat hann ekki að gert að hugsa um hið blíðlega og hlut- tekningarsama andlit hjúkrunarkonunnar, sem þó olli honum angurs og eftirsjár, sem hann eftir megni reyndi að bæla niður, því honum fannst hann vera konu sinni ótrúr með því að vera að hugsa um aðra stúlku. „Bn það hefði getað verið þannig,“ hróp- aði einhver innri rödd, sem hann réð ekki við. „Já, það hefði getað verið þannig, ef ég hefði ekki fleygt burtu frelsi mínu og lífs- gleði með því að giftast stúlku, sem ekkert þykir vænt um mig, og ég heldur efcki gat gert hamingjusama." Þessar og þvílíkar öm- urlegar hugsanir brutust um í huga hans á 'leiðinni heim. Ilann lauk sjálfur upp húsi sínu og fór dapur í huga inn á skrifstofu sína og fann bréf á skrifborðinu. Hann opnaði það efsta og fór að lesa. Bréfið var frá leynilögreglu- stöðinni Skotland Yard og skýrði þurrt og kalt frá því, að leynilögrgeglan hefði einskis getað orðið visari um verustað eða ferðalag konu hans. Iíins vegar gaf bréfið fyllilega í skyn, að mestar líkur væru til að frúin hefði fyrirfarið sér, þar sem hún mundi hafa farið að heiman í æstu skapi og ef til vill þjökuð af ógæfusömu hjónabandi. Læknirinn henti bréfinu á borðið, fleygði sér í hægindastól og tók höndunum fyrir and- litið, og einni myndinni eftir aðra af konu hans brá fyrir hugskotssjónir hans, og vöktu lijá honum angur, harm og vorkunnsemi. Hann sá hana fyrst sem ómannborlegan ungl- ing í hinu fátæfclega heimili, illa til fara og með ógreitt, hrokkið hár ,og stóru dögggráu augun full af ótta og undrun. Hann sá hina ofsalegu og óstjórnlegu sorg hennar, og hann iðraðist nú eftir að hafa þá haft vanþóknun á því, hve illa henni gekk þá að dylja hinn mikla harm sinn. Svo sá hann hana sem konu sína með bælda hárið niður með vöngunum, sem honum féll lítið betur í geð heldur en meðan það lyfti sér hátt yfir enni og gagn- augum. Hann minntist þess, að hún hafði nokkrum sinnum horft á liann með innileg- um bænaraugum, eins og hún væri að biðja hann um eithtvað, sem hann annaðhvort gat ekki eða vildi ekki láta í té. Að síðustu var sem hann sæi síðasta atburðinn í þessu ham- ingjusnauða hjónabandi. Sá rauða andlitið brennandi af bræði, og var sem hann heyrði röddina, festa og tilfinningaríka, þegar hún heimtaði að hann gerði hana hamingjusama, og svo mundi hann eftir liljómnum af hringn- um, sem hent var á borðið og söng við í er hann rakst í blefcbyttuna. Allt í einu leit hann upp, og var sem hann hlustaði eftir annari rödd, rödd látnu konunnar: „Segið Hope að hringurinn — —“ „Hvað mun hún hafa ætlað að segja mér um þennan hring, hiin sem hafði misst með- vitundina og dáið áður en hún féfck lokið við orðsendinguna til dóttur sinnar? Skyldi nokkurt leyndarmál vera bundið við þennan hring, sem liann hafði ávallt borið á litla fingri. Honum varð litið ofan á hönd sér og fór að aðgæta þennan merkilega hring, sem glóði svo fagurlega á fingri hans í Ijósbirt- unni. Honum duldist eigi, að hringurinn var mesta gersemi, eins og móðir hans hafði sagt, 32 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.