Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 27
vott um hryggð og vonleysi, sem vöktu móð- urlegar tilfinningar hjá frúnni. Hún sá að stúl'kan mundi vera að bugast af innri geðs- hræringu, og hún vissi, að bezt mundi vera að 'hún fengi að jafna sig í næði og sagði því: „Ég var langt komin með bréf, þegar þér komuð, ef þér vilduð sitja bérna við ofninn og hvíla yður meðan ég lýk við það, skal ég tala um erindi yðar jafnskjótt og ég er búin.“ Unga stúlkan settist á stólinn við ofninn og litaðist um í hinun velbúna herbergi. Það mátti lesa í svip hennar, að henni fannst, að hún í tvöföldum skilningi mundi hafa fengið skjól í óveðrinu. Þegar frúin hafði lokið við bréfið og kom aftur til hennar, horfði stúlkan á hana með þakklátum, tárvotum augum. „Nú, ungfrú góð,“ sagði frúin, „segið mér svo með hverju móti ég get gert yður greiða.“ „Ég vil svo fegin geta fengið eitthvað að starfa —- fengið vist,“ sagði stúlkan. „Ég sá að það stóð ‘hér yfir útidyrunum að hér væri ráðningastofa fyrir stúlkur, og því hugs- aði ég að þér ef til vill kynnuð að geta lijálp- að mér.“ Prúin hneygði sig góðlátlega, og spurði um nafn gestsins. Stúlkan roðnaði og sagði: „Nafn mitt er María Smith.“ Hún sagði þetta hiikandi og niðurlút, en jafnskjótt og hún hafði sleppt orðinu leit hún djarflega upp og sagði: „Ég vil ekki blekkja yður, þetta er ekki hið rétta nafn mitt, það get ég efcki sagt yður.“ „Mér er ekki mikið um að ráða duiarfullt fólk, sem breytt hefur um nafn,“ sagði frúin alvarlega. „Getið þér efcki sagt mér, af hvaða ástæðum þér viljið ekki sækja um stöðu með yðar rétta nafni.“ „Nei, það get ég ekki,“ sagði stúlkan og roðnaði ennþá meira, ,,en ég bið yður að trúa mér til þess að það er ekki af því að ég hafi gert nokkuð ljótt, að ég verð að dylja mitt rétta nafn.“ Hún var svo bamsleg og sakleysiBleg, þeg- ar hiin sagði þetta, að frú Bailey, sem vissi af því að hún var mannþekkjari mörgum fremri, að stúlkan væri efcki glæpakvcndi, og að orðum hennar mætti trúa. „Þér munuð þó aldrei hafa strokið heim- anað?“ spurði hún brosandi, „og það er ekki af gáska, eða til að gera foreldra skelkaða, að þér hafið leitað hingað?“ „Ég á hvorki föður eða móður,“ sagði stúlkan alvariega, „og ég á enga ættingja, svo ég neyðist til að leita mér atvinnu, því sjáið til —“ og hún tók upp pyngju sína og helti úr henni á borðið — „þetta er allt sem ég á.“ I pyngjunni var einn gullpeningur og nokkr- ir silfurpeningar. Þessi einlægni sannfærði frúna til fullnustu um ráðvendni stúlkunnar. „Hvaða störf getið þér tekizt á hendur? Ilvað liafið þér lært?“ spurði frúin. „Mjög lítið,“ svaraði stúlkan vandræða- lega, „ég kann því miður mjög lítið. Ég held ég hafi verið eftirlætisbarn móður minnar, og hún vissi ekki — —“ Hún þagnaði og beit á vörina til þess að bresta ekki í grát, og frúin fann aftur til sannrar hluttekningar með þessari ves'lings einstæðu stúlku. „Ég hef ánægju af 'litlum börnum,“ tók stúlkan aftur til máls, „mundi ég ekki geta fengið stöðu við að passa börn, þar sem ekki væru gerðar mjög háar kröfur?“ Pré Bailey varð hugsi og það leyndi sér efcki, að hún var að hugsa um eitthvað sér- stakt. Svo sneri hún sér að skrfiborðinu og fór að leita þar í bréfabunka. Hún fann brátt bréfið, sem hún leitaði að, og fór að lesa það. Þegar hún var búin að fara yfir bréfið, sagði hún við aðkomustúlkuna: „Konan, sem hefur ritað mér þetta bréf biður mig að útvega sér stúlku til þess að kenna börnum sínum og annast þau, og þar sem þér segið, að þér hafið ánægju af börnum, datt mér í hug, hvort þér munduð efcki vilja fara til þessarar frúar. Mér er kunnugt um, að það er mikið að gera og launin eru lág, en svo er heldur ekki kraf- izt neinna meðmæla frá fyrri húsbændum, og verulega góðar vistir fá menn ekki nema að hafa góð meðmæli, og eins og þér vitið, góða mín, þá get ég ékkert sagt um yður, nema að þér séuð safcleysisleg stúlka.“ „Já, ég 'Skil þetta vél,“ sagði stúlkan með ákefð og kinkaði kolli. -—- „Ég verð að tafca þá vist sem fáanleg er, og þakka yður fyrir. Þér þekkið mig ekki o(g ’ég get ekki sagt yður mikið um mig. Bn ég vi'l lofa yður því, að reyna af fremsta megni að standa vel í stöðu minni hjá þessari frú, sem vili fá barna- stúlku, ef þér viljið vera svo góðar að láta heimilisblaðið 27

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.