Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 14
Lóra - söngnæmi selurinn minn EFTIR ROWENA FARRE Þegar ég- var ung stólka, bjó ég hjá Miriam frænku minni í liltu húsi, sem stóð uppi á eyðilegri og ófrjósamri heiði í Norður-Skot- landi. Bngin nútíma þægindi voru í húsinu. Við urðum að sækja vatn í læk í nágrenninu, og lýst var upp með steinolíulömpum. Næsta þorp var í 40 km. fjarlægð, og við höfðum auðvitað engan síma. Prænku minni þótti vænt um allar villtar skepnur náttúrunnar, og hvenær sem við fundum veikan fugl eða sært dýr, fórum við heim með skepnuna og reyndum að halda í henni lífi. Á þennan hátt fengum við Lóru, fjörmikla og söngnæma selkópinn, sem varð mjög trúr og hændur að mér áður en langt um leið og e’lti mig um allt. Bg fékk Lóru að gjöf frá fiskimanni, og liann sagði, að kópinn iiefði tekið út af kletta- skeri í stormi og hefði hann orðið viðskila við móður sína. Hún var deplóttur selur, en það er mjög sjaldgæft á þessum slóðum, en þar er gotstaður útsela, sem eru nokkuð stærri,, en ekki eins vitrir. Þó að Miriam frænka væri mikill dýravin- ur var hún samt mjög hikandi við að taka sel inn í hópinn á heimilinu. Við höfðum þeg- ar margar geitur, hvolp af fremur ógreini- legum uppruna, tvo oturunga, tvo tamda íkorna og yndislega litla rottu, sem kölluð var Rodney. — Miriam hélt því ákveðið fram, að senda ætti Lóru aftur til hins rétta um- hverfis síns, jafnskjótt og hfin væri orðin nógu stór til þess að bjarga sér. Bn þegar frá fyrsat degi urðum við báðar, Miriam frænka og ég, mjög hrifnar af Lóru. Hún tók við pelanum með volgu geitamjólkinni án noikkurra mótmæíla. Hún naut þess að vera tekin upp og kjössuð. Og það mátti nær því lesa hverja hugsun hennar í skæru, fjörlegu augunum hennar. Mér létti mjög, er Miriam frænka sigraðist bráðlega á hiki sínu, og enginn minntist fram- ar á að senda Lóru út á haf. Mér varð fljótlega ljóst, að það er alls ekki auðvelt verk að ala upp sel. Lóra átti að fá pelann sinn fórum sinnum á dag og tilkynnti þorsta sinn með einkennilegu jarmi, sem hækkaði og varð að eymdarlegu ýlfri, sem við og við var rofið af óþolinmóðlegu gelti, ef við komum ekki þegar í stað. Fyrsta uppeld- isglappaskot mitt var það, að ég lét hana Skríða upp 'í kjöltu mína. Jafnvel þegar hún var orðin fullvaxin og- vóg um 50 pund, neit- aði hún ákveðið að afsala sér þessum forrétt- indum. Það tók margar vikur að ala hana upp þannig, að hún lægi í flatri bambuskörfu á nóttinni, í stað þeSs að skríða upp í rúmið til mín. ILvar sem ég gekk innanhúss, kom hún á eftir mér á lireifum sínum með rikkj- um og skrikkjum, og ef ég ætlaði út, volaði hún hástöfum í mótmælaskyni. Eg ákvað, að hún yrði að læra að vera svo- lítið sjálfstæðari. Bg fór með hana í róðrar- hát út á vatnið rétt við húsið okkar og fleygði henni svo fit í vatnið. Hún synti þegar í stað af miklum móð, kafaði og hringsólaði í kring- um bátinn með furðulega glæsilegum sveifl- um. Hún breyttist skyndilega úr klunnalegri, höktandi skepnu í yndislegt og leifturfljótt dýr. Bftir það fékk hún að vera margar klukkustundir í vatninu á hverjum degi og synti þar um ásamt otrunum. Porvitni Lóru voru engin takmörk sett. Allt sem var nýtt eða óvenjulegt þurfti að rann- saka þegar í stað. Hún var sérstaklega hrifin af því að taka upp úr innkaupakörfunni okk- ar, þegar við komum heim frá bænum. Hún tók niðursuðudósirnar umhyggjusamlega og velti þeim eftir gólfinu, og hún hristi alla pafcka, sem voru forvitnilegir útlits. Þegar hún hafði lokið við að taka upp tir körfunni, bar hixn hana á sinn stað við hliðina á eld- húsborðinu. Bg kenndi henni að sækja og koma með ýmsa hluti og að taka á móti bréfum okkar. Lóra var vön að mæta bréfberanum á hæðar- brúninni í nágrenninu og koma með póstinn heim til okkar í munninum. Við eitt miður heppilegt tækifæri ákvað hún þó að skreppa út í vatnið í leiðinni til þess að synda — og tók öll bréfin með sér! 14 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.