Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 7

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 7
7 ára gamall. Hann gat ekki tekið þátt í þessari gleði, söknnður og hiygð settist að í sálu hans. Þetla voru fyrstu .jólin hans á ókunnum stað, íjarri foreldrahúsum. Faðii- hans var prestur á Sjálandi, en sendi drenginn lil prestsins á Jótlandi, þar átti hann að vera nokkur ár, og presturinn, sem var rnjög mikils metinn og duglegur kennari, átti að kenna drengnum ýmsar fræðigreinar. Drengurinn lærði mikið, en oft leitaði hugurinn heim, en þó sérstak- lega nú um jólin, hin fyrstu, er hann var að heiman. Hvar voru jólin9 Voru þau ekki týnd? Hann vissi, að þau voru svo björt og ynd- isleg heima i Údby, en gátu þau komið hingað með hina sömu gleði? Nú vöknuðu minningarnar. Heimþráin gerði vart við sig, því að nú voru jól heima. Hljómur kirkju- klukkunnar var svo málmhreinn heima, þar-voru ljósin svo björt og söngurinn svo fagur, grenitrén svo græn, linditrén svo há, snjörinn svo hreinn og stjörnurnar svo margar, er bentu honum eins og glitrandi gullin ljós upp til himins. Faðir hans pré- dikaði í kirkjunni og drengurinn þekti ílest sóknarbörnin. Hann hlustaði með barns- legri gleði á jólaboðskapinn: »Óttist ekki, eg flyt yður mikinn fögnuð, því að yður er

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.