Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 36

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 36
36 hafði mörgum sinnum skolið snjóhvitum blómum, og nú var Mira orðin hvít eins og þau. Langt var nú síðan að foreldrar hennar höfðu lagst lúin í gröf sina; en enginn dagur leið svo, að ekki færi Míra þangað til þess að hlúa að leiði þeirra. Og því lengra sem leið, því meira langaði hana nú til þeirra. Margir komu til hennar um langa vegu, til þess að hún bæði þeim blessunar. Hún var allra manna vitrust þar i landi. Það var eins og gömlu augun gætu lesið leynd- ar hugsanir hjartnanna. En þó gat hún engum eins vel hjálpað, eins og ungum stúlkum. Þær komu margar til hennar og tjáðu henni trúnaðai’mál sín eins og móður og fengu jafnan hina beztu úrlausn. Öllum þótti það auðsætt, að gamla Míra nyti í hvívetna sérstaklegrar blessunar Guðs. Á barnsaldri hafði hún orðið aðnjótandi blessunar frelsara síns og móðir hennar sagt henni frá þvi; og slík blessun er dá- samlegur virkileiki. Löngu eftir að hún var lögst i gröfina Ijómaði blessun af minnigu hennar, eins og stundum sést rósbjarmi á lofti löngu eftir að sólin er runnin til viðar. Árni Jóhannsson.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.