Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 30

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 30
30 Guði fullþakkað. — En eftir sat dóttirin, sem notið hafði allrar þessarar ástar, eins og það væri sjálfsagður hlutur; henni hafði jafnvel stundum fundist móðurástin særa sig, af því að af henni leiddi sjálfs-ásökun. Allan þennan dag hafði hún gengið þarna um og verið að kveðja heimilið sitt, án þess þó að segja eitt einasta orð. Hún var sem sé búin að ráða það við sig til fulls, að hverfa út í heiminn með fallega og ríka elskhuganum sínum. Hún sat nú þarna á steinþrepinu; það var óðum farið að rökkva og henni fanst myrkrið læsa sig inst inn i sál hennar. Hún forðaðist að hugsa um nokkuð ákveð- ið, því að hún fann að hún gat ekki við neina hugsun ráðið — en tið og brennheit tár runnu niður um kinnar hennai'. Hún grét af því, að aðrir voru svo góðir, en hún sjálf svo slæm, og af því að yfirgefa heim- ilið sitt, sem hún þó ef til vill gæti ekki yfirgefið er til kæmi, og ennfremur af því, að hennni fanst sem Guði mundi ekki þykja vænt um hana — og þó gæti það nú vel verið, að hann elskaði hana. Af öllu þessu grét hún — og gat þó ekki gert sér grein fyrir þvi, hvers vegna hún var að gráta. ■* Þei-þci! Nú heyrði hún greinilega til

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.