Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 10

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 10
10 hann í kirkju,. og það leit svo út sem barnatrúin lægi á líkbörunum. Hann lagði samt stund á guðfsæðisnám, en hafði ekk- ert yndi af náminu, og þegar hann lauk embættisprófl, var hann »andlaus og trú- laus«. Þá bar alls ekkert á jólunum. En nokkru seinna mætti blekking og óvæntur sársauki hinum unga manni. Þá urðu umbrot i sálu hans, eldraunin vakti margt göfugt og fagurt af svefni, en jólin voru samt enn ekki fundin. En aðventan var byrjuð, og hún endar með jólum. Jólin voru fram undan, og þegar sálar- byltingin var byrjuð, skrifaði hann lítið kver um »kristindóm og sögu«, og rit þetta endar með jólasálmi, og litlu síðar gaf hann út kvæðaflokk, sem hann nefndi »Jólahátíðin«. Árið 1810 hjelt hann prófprjedikun sina og eí'ni hennar var: »Hvers vegna er orð Drottins horfið úr húsi hans«. Sú ræða vakti mikla athygli og mikla gremju. En nú hófst hið ákafasta sálarstríð hjá honum sjálfum. Spurningarnar Ijetu hann ekki vera i friði, þær heimtuðu svar. »Þú prje- dikar fyrir öðrum, en ert þú sjálfur krist- inn? Hefur þú tekið á móti fyrirgefningu syndanna?« Sálarkvöl hans var óbærileg. Það var

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.