Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 26

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 26
26 að tala um þetta við hana. Þar voru þá staddar nokkrar aðrar mæður, og okkur kom öllum saman um þetta. Við tókum því hver um sig börn okkar og hröðuðum okkur sem mest við máttum upp á brunn- torgið, svo að við fengjum lagt börnin í faðm frelsarans, til þess að hann bæði fyrir þeim. En það var nú ekki eins auðsótt og við hugðum. Því að lærisveinar hans, þeir Pétur og Jakob og fleiri, vörnuðu okk- ur aðgöngu og hugðu að reka okkur burtu. Þeim heflr vist þótt tími Meistarans vera dýrmætari en svo, að hann færi að sinna um smákrakka, sem þeim sjálfum mun hafa þótt fremur lílils um vert. En eg sagði við samferða-konurnar, að við skyldum hara herða okkur áfram, ekkert skifta okk- ur af hvað þeir segðu, þeir mundu ekkert eiga með að banna okkur aðgöngu; að minsta kosti skyldum við bera upp erindi okkar við Meistarann sjálfan, og segði hann nei, þá næði það ekki lengra. Og í sama bili kom eg auga á hann. — Já, svo sannarlega sat hann þarna við brunninn og studdi öðrum olnboganum á pallbrúnina. Gegnum hlynviðarlaufið féllu smá-sólargeislar á ásjónu hans og á yeíjar- höttinn, sem hann hafði á höfðinu. Mér fanst eg aldrei hafa séð hann jafn ljúfan

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.