Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 19

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 19
19 Þannig sló hann Maríu gullhamra. En hún vissi ekki að hann fór með falsmál, og hann vissi það naumast sjálfur. En eftir þetta kvöld bar enn meira en áður á því, hversu hún var fjarsinna og fráhverf öllu þar heima. Hún hafði rauðgylt hár, sem fátítt var þar um sveitir, og hún skreytti það oft með stórum fjólum. Hún gekk með stutta ölda- festi, svo að hún var smástig, eins og títt var um lauslátar konur í Samaríu. Hún horfði fögru og gletnislegu augunum lengi á þá er hún mætti og tvirætt bros lék um varir hennar. Augnahárin voru mikil og hrafnsvört og stungu mjög i stúf við rauð- gylta hárið. Það var eins og svipur henn- ar bæri vott um þroskaðann og ráðinn hug — og þó um leið svo óvenju mikið og barns- legt sakleysi. Hún skeytti því ekki hið minsta, hvort blæjan huldi andlit hennar eða ekki. Hún var löt, en þó sérlega lag- virk, hafði sára óbeit á því, sem henni var sagt að gera, en vann af kappi að því, sem hún fann upp á sjálf. Það var eitthvað það við hana, að hún gat hænt að sér öll dýr og fengið hverskonar blóm til'að vaxa; og þó var hún stundum hörð við dýrin, þegar á henni var sá gállinn, og þá lék hún sér að því að slá knappana af blóm-

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.