Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 31
31
reiðskjóta, sem frýsuðu og kröfsuðu fótum
í brautina úti fyrir, og raddir sem hvísl-
uðust á. Litlu síðar var steini kastað i
múrinn.
Stundin var komin!
Míra hélt niðri í sér andanum. Nú
var komið að því, sem hún hafði svo ó-
umræðilega mikið hlakkað til — og þó
verið dauðhrædd við í raun og veru.
í fyrramálið koma þau að rúminu mínu
óhreyfðu og þá verð eg komin langt inn í
stóru skógana. Það er það bezla, eg get
hvort sem er aldrei orðið þeim til ánægju.
í raun og veru er eg fyrir löngu horfin
þeim og farin til hans; — eg hefl gert
mína ákvörðun og henni verður ekki breytt.
Alla æfl mundi eg sjá eftir þvi, ef eg léti
gæfuna ganga mér úr greipum, er hún nú
bíður mín við dyrnar — en eg sæti eftir í
fangelsi.
Hún reis hljóðlega á fætur og gekk að
leynihurðinni . . . Hún lagði hendina á
lokuna. En úti fyrir ómaði daufur strengja-
sláttur.
En þá mintist hún alt í einu þess, sem
mamma hennar hafði sagt: Eitt augnablik
æfi þinnar hvidir þú i faðmi frelsara þíns
og hann blessaði þig.
Hún slepti hurðarlokunni. Eg, sem stend