Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 32

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 32
32 hérna, hin sama Míra, sem nú er hér stödd, eg hefi hlotið blessun frelsara mins. í slíkri blessun er fólgið eittlivað verulegt og dá- samlegt, sem ekki er gott að missa. Enn- þá tilheyri eg honum. Hún sneri við og gekk liægt og hljóðlega frá dyrunum, fram hjá stóru hvítu agave- jurtinni og eplatrénu, sem var jafn-gamalt henni, og þegar hún var komin góðan spöl áleiðis, tók hún til að hlaupa af öllum mætti, eins og líf hennar lægi við. Hana langaði heim, til að hjúfra sig að foreldrum sínum og láta þeim í ljósi hve vænt henni þætti um þau. Það var eins og hún hefði verið fjarri þeim um langan tíma og væri nú að koma heim aftur. Hún nam staðar rétt fyrir framan húsið. Nú sitja þau víst inni og eru að ráðgast um, hvað þau eigi við mig að gera. í*au hafa vist vitað eitthvað um prinsinn, og nú verða þau glöð er þau vita, að það er búið að vera með hann. Gamla þrjózkan tók að gera vart við sig á ný: Þau hafa verið andvíg gæfu minni, sagði hún við sjálfa sig. Enn bíður gæfan mín þarna úti fyrir hliðinu og enn get eg náð henni, ef eg sný við og flýti mér eins og eg get --------- En aftur kom hugsunin sama og áður:

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.