Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 44

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 44
44 lieðið hann um leiö að gefa henni heilsuna aftur. Ég er viss um, að liann gerði pað, ef hann fengi að vita, hve veik hún er, — og ef hann fengi fal- leg blóm fyrir það. — Nú verð ég að bíða með að tala við hann um þetta, þangað til ég get náð í blóm handa honum«. Alois klappaði henni á kollinn með stóru, brúnu hendinni sinni: bPú ert góð stúlka, Lisel mín!« sagði hann, »og ég skal segja þér, að mér er það mikið áhugamál, að henni Irenu geti liðið vel!« Svo hélt hann leiðar sinnar hægt og þreytulega. Daginn eftir gat Lísel ekki komist neitt út. Éegar hún kom úr skólanum, varð hún að hjálpa móður sinni. En næsta dag var hún send með egg til nunnanna; þá gafst henni lækifæri til að stað- næmast við kristsmyndina og tala við frelsarann. Hún hafði hjartslátt, þegar hún nálgaðist krists- myndina, og þorði naumast að líta upp. — En hvað var þetta? — Var hún vakandi eða var þetta draumur? — farna hékk myndin af frelsaranum á krossinum, og hún var skreytt þeim fegurstu blómum — bæði alparósum og »Edelweiss« — ná- kvæmlega eins og hún hafði sagt, að hún ætlaði að skreyta hann. Lisel signdi sig og stóð alveg steinilostin. Petta var undur, verulegt undur! Frelsarinn hafði fengið blómin hennar samt sem áður.-----------En henni datt ekki í hug að Alois hefði átt þátt í þessu undri. — Hún spenti greipar og bað um að Ir- enu mætti batna bráðlega, og hún bað lika fyrir Alois geitasmala, sem hafði orðið fyrir svo mikilli sorg. Litlu seinna kom hún ,að húsinu hans Jósefs Semmlers. Móðir hennar Irenu stóð við gluggann og benti henni að koma inn. »Viltu sjá hana Ir- enu mína«, sagði liún«, nú líður henni vel«. Lisel varð ekkert hissa á því, hún hafði beðið um það og það var ekki eins mikið undur og þetta með blómin., Hún fylgdi konunni inn í stofuna. — Og þar lá írena náföl með aftur augun. En það var sami gleðisvipurinn á andlitinu á henni og þegar Lisel skildi við hana síðast. — Og blómin----------

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.