Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 39

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 39
39 um aö vera, en Lisel stóð ráðalaus og vissi ekki hvað hún átti að gera, en áður en hún var búin að átla sig, hafði Alois tekið hana á handlegg sér, eins og hún væri lítið barn og borið hana ytir lækinn. wPað er ekki vert að þú gerir þig blauta fyr en á heimleiðinniw, sagði hann sluttur í sþuna eins og honum var Iagið. Það varð hvöss bugða á veginum og þar skygðu trén ekki á útsýnið. »Líttu niður«, sagði Alois. En sú hæð! Húsin niðri í þorpinu voru tilsýndar eins og dálítil brúðuhús. »Skyldi mamma sofa ennþá?« sagði Lisel við sjálfa sig, »ef til vill er hún komin á fætur og farin að flóa mjólk handa yngstu börnunum. Hitinn fór stöðugt vaxandi. Lisel varð kófsveitt og lafmóð af göngunni. Hún þurkaði framan úr sér með erminni, því hún hafði ekki tímt að taka fallega hvíta vasaklútinn sinn með, hann lá sam- anbrotinn heima á borði hjá talnabandinu, því hún vildi eiga hann hreinan þegar hún færi í kirkjuna. »Nú er klukkan sex«, sagði smalinn, »nú erum við rétt komin að Alparósunum«. Það lieyrðist vatnsniður bakvið trén. »1*30 er Maríu- lindin«, sagði Alois, »hún er rétt hérna hjá bæna- húsinu; ég hlakka til að fá mér að drekka«. Litlu seinna komu þau að lindinni, og þar var lágurt um að litast, því bakkarnir umhverfis hana voru alveg blóðrauðir at Alparósum! Lisel varð alveg frá sér numin af gleði við þessa sjón og flýtli sér í ósköpum að tina blómin. — Alois signdi sig, tók vatnið upp í lúkunum og drakk i þremur stórum teygum. Lisel þorði ekki að eyða tímanum með að drekka, því þau máttu ekki standa lengi við. Eftir nokkur augnablik var karfan hennar orðin hálffull af ljómandi fal- legum rauðum rósum. Svo lögðu þau á stað aftur. Vegurinn fór stöðugt versnandi, varð bæði brattari og grýttari. Lisel herti sig eins og hún gat, stund- um skildi hún ekkert í, hvar hún ætti að fá i'ót- festu, hún reyndi að feta í í'ör smalans, því þar sem hann gat fundið fótfestu, þar gat liún líka staðið, því fæturnir á honum voru miklu stærri

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.