Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 17

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 17
17 veiðum i skógunum við Jórdan. Og hann hafði slegið Mariu gullhamra, ekki síóur en aðrir. Það var snemma kvölds, eitt sinn er hún fór fram hjá með vatnskrukkuna á höfðinu, vaggandi og letileg i göngulagi, eins og henni var títt, að hann hafði stokkið út yfir girðinguna og gengið í humátt á eftir henni. Hún fór sér ofur-hægt, eins og hún vildi segja: kondu nær . . . viltu mér nokk- uð ? — Fleiri stúlkur voru á leið frá brunn- inum og sögðu þær henni, að þær hefðu lengi tekið eftir þvi, að hann væri að draga sig eftir henni, og að hún gæti orðið prins- essan hans ef hún vildi. En ein þeirra, sú er Rispa hét, góð stúlka en ólagleg og ófim í limaburði, sagði þegar liinar voru farnar: Honum er þetta ekki alvörumál, Míra; hann á víst margar konur uppi i Sesareu, heiðinginn sá arnal En Míra hélt að hún segði þetta eingöngu af því, að hún gæti ekki unnað sér þess, að fá hann. En þegar Rispa var farin og Míra kom- in heim, gleymdi hún að loka litlu leyni- hurðinni í múrnum. Hún nam staðar fyrir innan dyrnar og fór að skoða stóru, hvítu agaveblómin. Þá heyrði hún úti fyrir veikan strengja-

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.