Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 29
29
kjörgripur, sem eg yrði að geyma handa
þér þangað til þú kynnir að meta hann og
fleygðir honum ekki frá þér eins og óvita
barn. Og nú var eins og þvi væri hvíslað
að mér: gerirðu það ekki i dag, þá verður
ef til vill aldrei af því.
Vindblærinn, sem vanalega kemur um
sólarlagsbil, fór nú ósýnilegri hendi um
sýprusviðar-krónurnar og, all í einu varð
svalt. Móðirin og dóttirin sátu hljóðar um
stund, hvor með sínar hugsanir.
— Jæja, þetta varð nú samt sem áður
all-löng saga, sagði móðirin, — lengri en
eg haíði hugsað. Míra min. Það var i
rauninni þetta eina, sem eg vildi segja þér:
Frelsari pinn hefir einu sinni sjálfur blessað
þig, og þú hefir hvilt í örmum hans. Þvl
finst mér sem við megum trúa því og iregsta,
að honum þgki vœnt um þig. — En nú
veit pabbi þinn víst ekki hvað orðið hefir
af mér. Eg er sem sé ekki búin að ljúka
dagsverkinu — og hænsnunum má eg þó
ekki gleyma.
Og svo fór móðirin heim, þessi góða kona,
sem aldrei hugsaði sér annað, en að sér
bæri að vinna baki brotnu fyrir öðrum, —■
hún, sem elskaði svo takmarkalaust, af því
að hún í æsku hafði kynst konungi kær-
leikans, sem henni fanst að hún fengi aldrei