Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 21

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 21
21 en þá skellihló hún að þeim og hristi höf- uðið. Þau höfðu reynt að sýna henni kulda og kæruleysi, látið sem þau vissu ekki af henni, en þá hélt hún sig sem allra næst þeim, smeygði sér upp á milli þeirra og reyndi á alla lund að láta þau taka eftir sér, — en fór svo niður að stóra agave- blóminu við leynidyrnar og grét hástöfum. Foreldrarnir þorðu aldrei að minnast á það, sem þeim bjó þó í huga, sem sé að illur andi byggi í dóttur þeirra. Og það þóttust þau vera viss um, að hún væri hætt að biðja Guð fyrir sér. Og enn varð liún þeim fráhverfari eftir kvöldið góða, er sýrlenzki prinsinn söng henni fagurgalann við leynidyrnar. Hún skeytti nú alls engu framar. Hug- urinn var allur annarstaðar en þar, sem hún var sjálf. Hún hló að öllu og grét af engu. Hún gat ekki einu sinni setið róleg á meðan faðir hennar las morgunbænina. Og altaf fjölgaði umkvörtunum nágrann- anna um óvarkárni hennar og óknytti. Það var einn morgun, er hún stóð niðri i garðinum hjá stóru agavejurtinni sinni, að hún tók eftir ritspjaldi, sem lagt liafði verið inn undir blöðin við jurtar-bolinn.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.