Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 42

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 42
42 hefir ef til 'vill veriö endurskin frá alparósunum. »0, hvað þau eru falleg!« sagöi hún og lagði pau undir vanga sinn. Hún lokaði augunutn. »Það er alveg eins og ég hefði verið par sjálf«, hvíslaði hún, »alveg eins og ég hafi lifað pað alt saman upp aftur«. Henni vöknaði um augu, og pað runnu nokkur tár niður eftir kinnunum á lienni. Lisel gat ekki um annað hugsað, en hvað hún lcendi í brjóst um hana írenu, sem hafði verið svo einstaklega kát og falleg, og nú lá hún parna, blessuð stúlkan, og beið eftir dauðanum, — liún gat aldrei oftar farið upp í fjallslilíðina til pess að tína blónt. Aumingja írena! »t*ú mátt eiga pau«, sagði hún og hvolfdi blóm- unum úr körfunni ofan á rúmfötin. »Pú mátt eiga pau öll saman. Þau eru handa pér«. Sjúklingur- inn lagði báðar hendurnar ofan á blómin, eins og íil pess að fullvissa sig um, að hún ætti pau. Or- lítið titrandi bros, eins og sólargeisli á vetrardegi, flaug allra snöggvast yflr andlit hennar. »Ó, Lísel mín!-------nei, pú veizt ekki, hvað pú hefir glatt mig«, sagði liún; »hin heilaga guðs móðir launi pér pað!« Moðir Irenu leit til Liselar. Barnið skildi strax, að pað var bending um, að nú væri réttast, að hún færi, svo írena yrði ckki preytt. Þegar Lísel sneri sér við í dyrunum, til pess að kasta kveðju á írenu enn pá einp sinni, leit Irena brosandi til hennar og sagði: »0,,Lísel mín!--------pú hefir gert mig glaða!« Móðir írenu sagði ekki neitt; hún beygði sig niður að Lísel með tár i augunum og kysti hana á báðar kinnarnar. Þegar Lísel var kornin út á veginn, varð hún alt í einu hrædd, pví pá mundi hún eflir pví, að í króknum rétt fyrir neðan húsið hans Jósefs Semm- lers hékk myndin af frelsaranum, sem hún ætlaði að skreyta; og nú,var karfan hennar tóm. Hún hafði gefið henni írenu öll blómin, og nú var orðið svo framorðið, að hún varð að fara lieim. »Eg verð að fara upp i krókinn til myndarinnar svo fljótt sem ég get«, sagði hún við sjálfa sig, »og pá ætla ég að segja við frelsarann: Þú mátt ekki vera reiður við mig út af pví, að ég gaf

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.