Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 41

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 41
41 myndina af honum með blómunum þínum, segðu honum að ég sé svo hryggur — því ég haíi oröiö fyrir mikilli sorg«. Lisel lofaði því og það komu ósjálfrátt tár fram í augu hennar. Litlu scinna sat Lisel í smalakofanum og drakk mjólk og borðaði brauð. Hún bauð Alois að borða með sér, en hann þáði það ekki. Þeir sem hafa orðið fyrir mikilli sorg eiga víst bágt með að borða«, hugsaði Lisel með sjálfri sér. Síðan fylgd- ist hún með Marteini heim á leið. Hann var i fyrstu hálf styggur við hana, og sagði að það væri skárri vitleysan, að senda hðrn svona langt upp á fjallið. En þegar hann heyrði hvers vegna hún hefði farið með Alois, signdi hann sig og mælti ekki orð frá munni, það sem eftir var leiðarinnar. feim miðaði vel áfram, þvi nú var alt undan fæti. Lisel sá að hún varð að flýta sér ef hún ætti að geta skreytt kristsmyndina, áður en hún færi í kirkju kl. 10. Pegar hún gekk fram hjá húsinu hans Jósefs Semmlers, sem var fallegasta húsið í þorpina, nam hún staðar eitt augnablik, til þess að laga blómin i körfunni, þá heyrði hún að barið var á gluggarúöu, hún leit upp, og sá konuna lians Jósefs standa inni í stofunni og benda sér að koma inn. Lisel mætti konunni í dyrunum. »Eru það Alparósir sem þú heflr i körfunni þinni,?« spurði hún, »Ja — mer sýndist þetta. Hana írenu mína langar svo til þess að sjá þær, viltu ekki koma inn til hennar. Hún kemur aldrei framar út, auminginna. Lisel fylgdi konunni inn til sjúklingsins. Það var elzta dóttir hans Jósefs Semmíers; liún hafði einu sinni verið svo kát og fjörug, en nú var hún orðin bæði mögur og föl og svo undarlega alvarleg. »Lof- aðu mér að sjá blómin þín«, sagði hún, og röddin var bæði veik og hás. »Nei, eru þau útsprungin svona snemma! Alparósir — »Priineller« — »Edel- \veiss«! Hvar liefir þú fengið þessi blóm?« »A Mar- lingerfjallinu., Eg fór þangað með lionum Alois geitasmala. Eg hefi tínt þau öll sjálf nema Edel- weissinn. Hann er frá Alois«. írena hélt blómunum fast upp að andlitinu, og það brá roða á það sem allra snöggvast, — það

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.