Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 27
27
og blíðlegan, eins og hann var þá. Og þó
var nú yfirbragð hans eitthvað svo ákveð-
ið og alvarlegt, sem eg hafði ekki tekið eftir
áður; og þá mintist eg þess, sem eg hafði
heyrt ýmsa vera að tala um, að hann væri
á leiðinni upp til Jerúsalem, og að nú
mundu óvinir hans ekki láta hann komast
lifandi burtu þaðan aftur.
— Til allrar hamingju leit hann nú upp
og sá okkur, kallaði til lærisveina sinna og
vandaði um við þá, en benti okkur að okk-
ur væri velkomið að koma. Það var þeg-
ar auðsæt® að honum var ljúft að sinna
erindi okkar; reyndar fanst mér þá, sem
við værum nokkuð áleitnar, en svo þegar
eg sá hve glaður hann var og vingjarnleg-
ur, iðraði mig þess ekki. Og nú komum
við til hans hver á fætur annari og lögðuin
litlu börnin okkar í faðm hans, unz röðin
kom einnig að mér.
— Og þá var það ofurlítið augnablik —
og það var eiginlega þetta sem eg ætlaði að
segja þér —já, ofurlilið augnablik œfi þinn-
ar, er þú, Míra, livíldir í faðmi frelsara vors
og nauzl hans eigin fyrirbœna og blessunar.
Míra sat alveg hreyfingarlaus og horfði
hljóð fram undan sér og þrýsti fast um
hendi móður sinnar, sem hún hélt um.
— Þú hefðir átt að sjá ásjónu hans á