Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 12

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 12
12 hjelt inn til Hafnar, ijekk opinbera áminn- ingu hjá háskólaráðinu fyrir prófræðuna, og nú byrjuðu baráttuárin. Hann var hetja í stríði, bardagahetja, en fann ávalt frið og gleði hjá jötunni lágu. Hann fann sárt til kuldans, og deyfðarinnar, sem þá rikti í trúarefnum og honum fanst birtan ekki vera nógu skær, jólaljósin voru ekki tendruð með nógu mikilli gleði. Hin ein- falda, barnslega og ákveðna trú fjekk ekki að njóta sín. Barninu var úthýst. Það var nóg af kaldri siðfræði, en lítil jólabirta. Hann hafði áður týnt jólunum, en hann sá, að fleiri en hann höfðu týnt þeim, og þess vegna langaði hann til að hjálpa öðr- um til þess að íinna jólin. Hann orti þess vegna nýja jólasálma og sótti gamla jóla- sálma framan úr öldum. Honum þóttu sálmarnir, sem þá voru sungnir á jólunum, of kaldir og daufii’. Hann fann að þvi, að hinn barnslega lofsöng vantaði. Þegar hann messaði á jólunum 1845 ljet hann syngja tvo jólasálma auk hinna venju- legu, og voru þeir prentaðir á sjerstöku blaði. Voru það sálmarnir: »í Betlehem er barn oss fætt«, og »Heiðra skulum vjer herr- ann Krist«. Eru þeir báðir í sálmabókinni okkar. Grundtvig elskaði jólin, og minnist oft á þau í prjedikunum sínum. Hann

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.