Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 23

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 23
23 eg hefl lengi ætlað að segja þér frá nokkru, og í dag hefir mér fundist sem einhver innri rödd segði mér, að nú skyldi eg gjöra það. Eg hefi oft hugsað um þetta, en mér hefir ekki fundist vera kominn timi til að segja þér frá þvi. Eg var hrædd um, að þér þætti einskis um það vert, eða að minsta kosti að þú gæfir því minni gaum, en eg taldi æskilegt. Og þá var betra að segja þér það ekki. En í dag hefir þetta staðið svo ljóst í huga mínum á ný. Það er ekki heldur að vita hve lengi min nýtur við, og gæti þá farið svo, að eg dæi án þess að fá færi á að segja það við þig. Og svo þar sem þú varst hjá mér allan dag- inn, þá fanst mér sem röddin segði við mig: í dag skaltu gera það, annars verður ef til vill aldrei af því. Míra sat álút og beið. — Við foreldrar þinir elskum Jesú, vorn blessaða herra, og við tölum oft um það okkar í milli, hve heitt við óskum að þú gerðir það lika. — Eg gjöri það líka, svaraði Míra og starði fram undan sér; en honum þykir ekki vænt um mig. — Já, eg minnist þess vel, að þú hefir sagt það áður, mælti móðirin, en eg veit það líka með vissu, að þetta er hinn mesti

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.