Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 20

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 20
20 unum að ástæðulausu. Hún var misljmd og dutlungasöm, fram úr hóíi þrjózk, en svo aftur blíð og gælin þess i milli. Hljóð og þögul gal hún verið dögum saman, en svo aftur si-spyrjandi og skvaldrandi eins og rennandi lækur. Stundum kát eins og kiðlingur, þegar hún var með vinstúlkum sínum við brunninn, en fór svo aftur ein- förum næsta dag og vildi engan sjá né heyra. En þó gat enginn orðið henni reið- ur, af þvi að hún var svo gullfalleg og mildu fremur barn en þroskuð stúlka. Það var í raun og veru ekki hægt að segja um hana, frekar en um jurtirnar, að hún væri góð eða vond. Stundum, þegar liún sat tímum saman á árbakkanum og hélt hend- inni niðri í vatninu, var eins og þar væri nykur, albúinn að steypa sér í vatnið, sem var heimkynni hans. Foreldrar hennar höfðu reynt við hana á ýmsa lund. E*au höfðu hegnt henni, er nágrannarnir kvörtuðu um að hún tælci á- ávexti þeirra og stríddi börnum þeirra. Þá varð hún þrjózk og talaði ekki við þau eitt einasta orð svo dögum skifti. Þau höfðu reynt að telja um fyrir henni með innileik og blíðu, og þá klappaði hún þeim og kysti þau, en fór sínu fram engu að síður. Þau höfðu aðvarað hana og hótað henni illu,

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.