Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 18

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 18
18 slátt og fögur mannsrödd lofaði Míru á þessa leið: — Eg hefi aldrei séð sólina skína, fyr en eg sá þig. Eg hefi sjálfur aldrei verið til, fyr en þú kvaddir mig til lífs. Eitt andartak spegtaði eg mig í djúpi augna þinna, og þegar eg kom til sjálfs mín aftur, hafði eg verið burtu öidum saman. Gulli mínu öllu hefi eg fleygt á þjóðveginn, því að eg sá að það var ekki annað en sandur í sam- anburði við gullauðinn, sem glóir og glitr- ar í hárinu á þér. Eg vil aldrei framai- stíga fæti mínum á fjallamjöllina, þvi að hún er dökk og óhrein i samanburði við þinar skínandi hvítu tennur. Allar rósir sýnast mér vera visnar, síðan eg sá varir þinar. Marmara-líkneskin min braut eg í sundur, þau voru vansköpuð; eg hafði ekki veitt því eftirtekt fyr en í dag, er eg sá brjóst þitt og hendur. Auga mitt grætur, er eg horfi á þig, og hjartað er í dauðateygj- um af gleði. Eg mundi hafa hlegið að hverjum þeim, er sagt hefði að lil væri lif- andi fílabein; en nú, er eg sé hörund þitt, veit eg að það er satt. Veiztu það sjálf, að andi þinn angar eins og ilmjurt? Það er eins og hringt sé þúsund lillum silfurklukk- um í loftinu, þegar þú hlærð. ó, þú yndis- lega, allir fuglar skóganna fagna tilveru þinni I

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.