Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 33
af liinum eina og sama kærleika, því að kærleikurinn er
þeirra æðsta lögmál.
Samfélag heilagra er eitt óslitið bræðralag og alt lj7tur það
hinum mikla andlega konungi sinum, honum, sem drottnar
yfir heimi öllum.
Og i þessu bræðralagi getur enginn ágreiningur né mis-
skilningur átt sér stað, því að allir einstaklingar þess eru
með öllu lausir við þá eigingirni og valdafikn, sem fær
glapið mönnum sýn og leitt þá afvega.
Fjölræðis- eða lýðveldisstefnan er þjóðunum að vísu
nauðsynlegt spor í framfara-áttina, en hún hlýtur samt
að verða til þess að skapa óstjórn á ýmsum sviðum og
koma mörgu á ringulreið. En í samfélagi hinna heilögu eru
allir eitt, hlýða allir hinum eina og sama guðdómlega vilja.
Þeir hafa og þær fyrirætlanir með höndum, er varða
heilar heimsálfur og taka árþúsundir að komast í fram-
kvæmd. En þeir þurfa þó ekki að renna blint í sjóinn með
fyrirætlanir sínar, því að þeir geta i upphafi endirinn skoðað.
Og þess vegna verða þeir aldrei gagnteknir af ótta né kvíða
og láta ekkert raska hugarrósemi sinni. En það er þó ekki
af því að þeir láti sér kjör mannanna i léttu rúmi liggja,
eins og sagt var um guðina á Olympi, því að þeir taka
vissulega þátt í kjörum vorum og vorkenna oss veikleika
vorn. En liugarrósemi þeirra er sprottin af því, að þeir vita
hvert stefnir.
Þegar einhver óhöpp eða ógæfa her að höndum, finst oss
oft eins og fokið sé i flest skjól og fyllumst vér þá örvænt-
ingu. En það gera ekki hinir eldri bræður vorir, meistar-
arnir; þeir geta að visu vorkent oss og reyna að hjálpa oss
með hverjum þeim hætti, sem þeir sjá, að oss hentar bezt,
en þeir álíta samt ekld, að öll sund séu lokuð.
31