Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Qupperneq 95
sanna gleði, gleðin hin himneska, ætti að fá gagntekið alt og
alla og láta hina innri vitund alls þess, er lifir og hrærist,
finna, að hún er eilif og ævarandi. Þrautir og þjáningar eru
sendar til þess að hreinsa musteri meðvitundarinnar, þar
sem gleðin á að taka sér bólfestu. Reynið þér að tileinka
yður vizkuna, sem er fólgin i þessum orðum: »Eins og
hryggir, en þó ávalt glaðir« (2. Ivor. VI, 10).
Ég vildi, að ég gæti sýnt yður muninn, sem er á nauðsyn-
legum þjáningum og hinum, sem koma yður ekki að
nokkrum notum og eru sprottnar af ósamræmi. Og sömu-
leiðis vildi ég geta komið yður i skilning um, hver er mun-
urinn á hinni sviknu og stopulu gleði og þeirri gleði, sem
er sönn og ævarandi. Hið guðborna mannkyn kemst þvi að
eins upp að hásæti tilverunnar, að það gangi krossgönguna,
feti fórnarbrautina. Flýtið yður ekki um of að tleygja hin-
um gömlu kirkjukenningum. Minnist þess jafnan, að um
eitt skeið voru þær dýrrnæt eign, sem kom kynslóð eftir
kynslóð að notum. Því að á meðan mennirnir skoðuðu sig
sem sundurlausar eindir, voru þær hinar einu kenningar, er
gátu ílýtt fyrir þroska þeirra. Þakkið þér því guði fyrir, að
hann hefur reist þeim þennan stiga úr dauðum trúarjátn-
ingum. En nú heldur hinn guðræni maður hærra en slíkur
stigi nær. Hann hefur sprengt gömlu belgina (Matt. IX, 17).
Hið nýja vin lífsins þarf rýmri ílát, heimtar meira rúm og
meira frelsi; það er sem safinn í viðunum, sem eykur vöxt
þeirra. Gætið yðar nú, þvi að í þessu er hætta fólgin. Eldur
þjáninganna er tekinn að brenna; og hann á að hreinsa til
og brenna upp alt, sem varnar hinu guðræna að koma fram
um hauður, loft og lög. Sonur guðs kemur. Þrautirnar og
þjáningarnar, sem þér verðið að reyna eru kallarar þeir,
sem boða komu hans.
93