Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Síða 77
er mannkynsfræðari í raun og veru og að hann hefur |)ess
vegna ekki lálið sér nægja að fræða að eins fáeinar þjóðir
um grundvallarsannindi tilverunnar né að eins fylgismenn
einhverrar einnar trúar. Með hinum kristnu þjóðum er hann
nefndur Kristur. En hann er einnig tignaður og lilbeðinn með
öðrum þjóðum, er tilheyra öðrum trúarbrögðum. Austur
í Indialöndum er þelta sama guðmenni tignað og gengur þar
undir nafninu Shri Krishna og er það því nær sama heitið.
Svo eru mörg önnur trúarbrögð, sem kenna fylgismönnum
sinum að skoða hann sem fræðara sinn — eða þá fyrir-
rennara hans. Því þegar að er gáð, hefur íleiri en eitt guð-
menni haft hið andlega leiðtogastarf með höndum. IJau hafa
tekið við hvert af öðru. En þau hafa hafl það svo lengi
hvert um sig — árþúsund eftir árþúsund — að sá mann-
kynsfræðarinn, sem nú er, svnist hafa hafl það frá því fyrst,
að sögur hófust. En hvað sem því líður, þá skoðið þér
meistarann Krist sem mannkynsfræðara, hann, sem myndin
þessi er af, sem þér hafið hér frammi fyrir yður. Og þér
álítið vafalaust, að hann liafi komið til jarðarinnar fyrir um
nitján öldum. ()g þetta er rétt álitið; liann kom þá og kendi
oss, mönnunum. En lífi hans lauk ekki með hinum likam-
lega dauða. Því jafnvel þótt yður hafi verið kent, að hann
hafi dáið, þá hefur yður einnig verið kent, að hann hafi
risið upp aftur frá dauðum og stigið upp lil himins. Alt
þetta eru likingarfrásagnir; en ég vil ekki eyða tima yðar í
þetta sinn, í það að skýra frá hinni »innri« merkingu þessara
hluta. En þér getið þó séð, að alt þetta bendir á, að vér
eigum Krist fyrir lifandi konung og fylgjum ekki að eins
fornri og andlegri söguhetju, sem lil'ði endur fyrir löngu. Og
nú ællar Kristur, sem er konungur vor, að koma aftur til
75