Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Blaðsíða 55
siðmenning hefur komið fram á sjónarsviðið. í5á hefur alt af
risið upp guðmenni, er hefur leitt mennina með lífi sinu og
kenningum inn á hinar nýju leiðir. Hún segir að Búddlia og
Zaraþústra hafi v'erið slík guðmenni. Og guðmenni Vestur-
landa var, segir hún, Jesús frá Nazaret, hann, sem vér
þekkjum sem Krist, og hann lagði grundvöllinn undir hina
nýju siðmenningu. Hún segir að Búddha liafi verið vizku-
meistarinn, en Kristur kærleiksmeistarinn. Búddha fræddi
menn um lögmálið, hið gæzkurika lögmál og hvatti menn
til þess að láta stjórnast af heilbrigðri skynsemi og réttri
hugsun; hins vegar kendi Kristur mönnunum að skoða kær-
leikann sem uppfylling lögmáisins og finna guð. Það er kær-
leiksmeistarinn, sem er mannkynsfræðari vorra tíma, segir
Annie Besant, og hún er í engum vafa um, að hinn mikli
mannkynsfræðari, sem hún væntir, sé sjálfur kærleiks-
meistarinn.
Bessi eftirtektarverði boðskapur var íluttur fjölda áheyr-
endum og hafði gagnger áhrif á þá. Það er og ósk min og
von, að hann megi einnig hrífa hug yðar og hjörtu. Mrs.
Annie Besant ber einna mest kviðboga fyrir þvi, að vér
munum ekki þekkja mannkynsfræðarann, er hann kemur,
og aðallega sökum hleypidóma vorra og kærleiksskorts. Og
afieiðingin gæli þá, ef til vill, orðið sú, að vér yrðum svo
blindir, að viðtökurnar yrðu svipaðar hjá oss og þær urðu
hjá Gyðingum forðum daga. Og það er sem hún hafi all-
mikinn beyg af hinum rótgróna imugust, sem Norðurálfu-
menn hafa á mönnum með annan hörundslit en vér,
ímugust, sem varnar oss helzt til mikið frá þvi að meta rétt
og viðurkenna það, sem göfugt er og dýrmætt með hinum
austrænu þjóðum. Vér lítum, eins og kunnugt er, þá menn
að jafnaði lítilsvirðingaraugum, sem eru ekki hvitir á hörund
53