Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 47
Fyrst framan af, á meðan trú Forngrikkja var á hlóma-
skeiði og trúin fær um að veita mönnum þá gleði, sem
mannslundin þráir, fóru öll Dionýsosar- eða Bakkusar-
hátíðarhöld, hinar svo nefndu Bacchanaliur, mjög siðsam-
lega fram, enda er sagt að þær hafi verið fremur einfaldar i
fyrstu og viðhafnarlitlar hið yfra. En er fram liðu stundir
og trúnni tók að hnigna, færðist, að því er sagan segir, all-
mikill svall- og gjálífisbragur á þessi hátíðarhöld, bæði með
Grikkjum og Rómverjum. Og það urðu meira að segja svo
mikil hrögð að því með Rómverjum, að ráðið í Rómaborg
varð að taka með harðri hendi í taumana, til þess að
stemma sligu fyrir margvíslegu svalli og ósiðsemi, sem var
orðin samfara hinni upphaflegu guðsdýrkun eða öllu heldur
komin að miklu leyti í stað hennar. —
Eins og allir vita hefur 25. des. verið haldinn hátíðlegur
siðan í fornöld sem fæðingardagur Jesú. En það er þó
engan veginn víst, að Jesús hafi fæðst þann dag eða nóttina
helgu. Bað ,er að minsta kosti álitið mjög vafasamt og eins
hitt, hve nær fyrst var farið að halda helgan fæðingardag
hans. Ymsar sagnir geta um slík hátíðarhöld með kristnum
mönnum um miðja aðra öld e. Kr., en þær sagnir eru ekki
taldar alveg áreiðanlegar. Aftur á móti er talið nokkurn
veginn áreiðanlegt, að krislnir menn hafi verið farnir að
halda einhvern dag helgan til minningar um fæðingu Jesú í
stjórnartið Commódus keisara (180—192 e. Kr.).
En hinum ýmsu trúflokkum fornkristninnar kom ekki
saman um, livaða dag hann hefði fæðst. Það er jafnvel sagt
að 136 dagar úr árinu hafi verið taldir fæðingai dagar hans.
Sumir héldu helgan fæðingardag hans í janúar, aðrir í
febrúar og enn aðrir i júní, júlí, ágúst og september. En
eins og gefur að skiija hafði þessi ágreiningur um fæðingar-
45