Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 89

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 89
ingar sínar. Alt hið jarðneska líf, sagði hann, er tál, því að allir hlutir og jafn vel sjálft lífið er sífeldum breytingum undirorpið. Guð er því að finna, ef hann er að finna, handan við hina skynrænu tilveru. Það var svo einn góðan veðurdag, að þeir komu sér saman um að fara snöggva ferð til borgarinnar og sjá með eigin augum, hverjar breytingar höfðu orðið á högum manna, síðan þeir tóku að lifa einsetulífi. En þá er þeir komu að musteri einu, sem var utanvert við borgina, sáu þeir hvar maður einn sat í grasinu og var að lesa. Þeir gengu til hans og sáu, að það var götusóparinn. Hann var að lesa skýringar Upanishadci. »Hvað hefur þú haft fyrir stafni, síðan við sáumst seinast?« spurðu þeir, »og hvers vegna ert þú hér?« »Eg fylgi nú meistara mínum eftir,« svaraði götusóparinn. »Hann er hér inni í musterinu og bið ég eftir honum.« »Hvei-nig má það vera,« spurðu þeir, »þar sem undirbún- ingstíminn er ekki hálfnaður enn þá?« »Sonur minn hefur nú tekið við störfum mínum,« svaraði götusóparinn, »og meistarinn kom og kvaddi mig til fylgdar við sig.« »En hvernig hefur þú farið að því að undirbúa þig, hvað hefur þú gert, til þess að geta orðið undir eins lærisveinn meistarans?« spurðu þeir. »Eg tók mér stutta stund á hverjúm morgni,« svaraði götusóparinn, »til þess að íhuga hvernig ég gæti bezt orðið þeim mönnum að liði, er ég hef eitthvað saman við að sælda. Eg bað svo guð að blessa starf mitt og reyndi svo að hafa göturnar sem allra hreinastar, svo að engum gæti stafað nokkur óhollusta af þeim. Og svo laugaði ég líkama minn á 87

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.