Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Síða 69
gagnvart sólu. Þegar sól er hæst á lofti á norðurhveli
jarðar, um sumarsólhvörf þá hallar möndulnum að sól-
unni og norðurheimsskautið verður næst henni, en um
vetrarsólhvörf er það fjærst sólunni og þá er suðurheims-
skautið næst henni. Menn hafa hugsað sér þessa hreyfingu
sólarinnar frá okkur að sjá hér á jörðu þannig, að lína er
dregin, sem liggur yfir miðjarðarlínu þegar sólin er beint
uppi yfir henni á vorjafndægrum (vorhnút), 21. marz og nái
23° 27'1 norðurbreiddar, þegar sólin er hæst á lofti hér á
norðurhveli jarðar, um 22. júni, og þá snýr hún við og
heldur aftur suður á leið um hausthnút um 23. sept. og er
þá beint uppi yfir miðjarðarlínu og heldur svo áfram,
þangað til hún er komin á 23° 27' suðurbreiddar, á vetrar-
sólhvörf, um 23. desbr., siðan snýr hún við í norðurátt og
heldur lil vorhnúts á ný. IJessi leið sólarinnar er nelnd sól-
braut. Hún myndast af umferð jarðar um sólu og alstöðu
þeirri, sem möndullinn tekur á þeirri leið.
Sólarhringurinn myndast af snúningi jarðar um sjálfa sig,
skiftist liann einnig í fjóra hluta sem sé: sólrisu, hádegi, sól-
setur og miðnótt.
Almenn athugun er nægileg, til þess að skilja ástæðuna
fyrir þessum svo alþektu fyrirbrigðum. Hreyfingar þær, er
nú voru nefndar liafa menn notað lil þess að búa til tíma-
mælinn eða telja timann. Hér er um tvö skeið að ræða,
sem eru ár og dagur.
Jörðin hefur, að áliti sljörnufræðinga, margar hreyfingar,
sem hún gerir allar i senn. lJær, sem nú voru nefndar, eru
almenningi augljósastar. Af hinum hreyfingunum hafa menti
minna að segja, enda eru þær sumar hverjar svo hægfara,
1 ° = stig, ' = mínúta, " = sckúnda í hringmáli. J. Á.
67