Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Blaðsíða 36
það sem vér erum.« Vér erum samarfar Krists, en höfum
ekki enn þá heimt arfleifð vora.
það má til sanns vegar færa að segja, að Kristur hafi
gengið inn í hina eilifu dýrð, sameinast sjálfum guði, en
það má einnig með sanni segja, að hann haíi ekki tekið
með öllu dýrðararfleifð sína og bíði vor vegna.
Því að hann er ekki svo hátt upp haíinn yfir hina jarð-
nesku tilveru, að hann hafi mist sjónar á böli voru né
breyzkleika og dvelji að eins á hinum hæstu stigum him-
neskrar dýrðar.
Því jafnvel þótt hann hafi sameinast sjálfum guði, þá
lætur hann sér ekki annast um að tryggja um fram alt
dýrð handa sér. Hann lítillækkaði sjálfan sig og tók á sig
þjónsmynd. Og jafnvel þótt líkaminn, sem hann lifði og
starfaði i, væri tekinn og deyddur, þá dvelur hann með oss
eftir sem áður alla daga, alt til enda veraldarinnar.
Hann skilur mannkynið ekki eftir, mitt í stríðinu og bar-
áttunni; hann er með því, verður leiðlogi þess, unz það
getur fylgt honum inn í þá dýrð, sem því er fyrirbúin.
Þjáningar þær, sem Kristur hefur orðið að þola fyrir
mennina eru ekki að eins fárra stundar þjáningar — ekki
að eins þær þjáningar, sem liann varð að þola þegar líkami
lians var deyddur 'af fávísum, harðlyndum og eigingjörnum
mönnum, er liflétu hann, sökum þess, að þeir þoldu ekki
hve hann var kærleiksríkur. Hann kom til sinna, en hans
eigin meðlóku hann ekki.
Kristur hefur ekki að eins úthelt blóði sinu fyrir mennina,
heldur hefur hann úthelt og úthellir enn í dag kærleiks-
gnægð sinni fyrir þá.
Og nú hefur hann boðið postulum sínum og innvigðum
34