Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Qupperneq 81
sé hér og einmiti í þessum sal. Það er að minsta kosti eklci
ósennilegt, að hann sé einn af yður. En hvað svo sem því
liður, þá ættuð þér, hver og einn af vður, að kosta af
fremsta megni kapps um að lifa þannig, að þér getið gengið
alfarið í þjónustu hans, er hann kemur.
Vér vitum ekki, hvað það verður sérstaklega, sem ræður
kjöri hans. Vér vitum t. d. ekki, hvort hann muni kjósa
fremur að tala fyrir munn karls eða konu, eða hvort hann
kýs fremur hraustan mann og ötulan eða mann, sem er
gæddur mikilli málssnild, er reglulegur ræðusnillingur, sem
vér mundum kalla. Vér vilum í raun og veru ekki, hvort
þetla eða því um líkt hefur nokkur áhrif á kjör hans. En
hitt vitum vér, að enginn maður getur gengið í þannig
lagaða þjónustu hans, nema því að eins, að hann lifi sam-
kvæmt sérstökum reglum, það er að segja kærleikshoðorðum
þeim, sem yður eru kend hér í »Round Tahle«-félaginu. Að
uppfylla þau hoðorð er algerlega nauðsynlegt. Hver sá
maður, sem á að geta gert sér nokkra von um að komasl i
vitundarsamband við sjálTan trúarleiðtogann, verður að hafa
lifað hreinu og flekklausu liíi, verður að hafa elskað sann-
leikann og kostað kapps um að gera það eitt, sem rétl er.
Ilann verður með öðrum orðum að reyna að feta i fótspor
hins andlega konungs vors, ganga þá hraut, sem hann hefur
gengið á undan oss. ()g ef þér kostið af öllum mætti kapps
um að lifa samkvæmt heiti yðar og kjörorði, þá getið þér
verið vissir um, að þér uppfvllið lang-mikilvægasta skilvrðið
l'yrir því að geta gengið trúarleiðtoganum á hönd, er hann
kemur. Vér vitum ekki, hver verða önnur skilvrði, en hitt
vitum vér, að aðalskilyrðið er að lifa samkvæmt boðorði
kærleikans. Og þess vegna ætti það að vera yður vissulega
79