Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 29

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 29
hvar sem þeir hafast við, gætir jafnan einhverra blessunar- rikra áhrifa, sem eiga rætur sinar að rekja til þeirra. En þeir menn, sem leita þeirra og eru að því komnir að leggja inn á helgunarbrautina, geta fundið þá og haft kynni af þeim. Slíkir menn eru þá farnir að feta í fótspor þeirra. »Meistarinn lætur ekki á sér slanda, þegar lærisveinninn er reiðubúinn.« Og sumir af oss, sem höfum ekki náð því, að verða læri- sveinar hinna heilögu meistara, jafnvel þólt vér höfum sett oss það sem takmark, höfum séð eitt eða tleiri þessara andlegu mikilmenna og getað gengið úr skugga um hin blessunarríku áhrif, sem streyma út frá þeim og fá gerbreytt lííi þeirra manna, er hafa átt þvi láni að fagna að kynnast þeim. Svo eru aðrir, sem lifa mitt á meðal vor og hafa gerst lærisveinar þeirra. Þeir hafa lagt inn á helgunarbrautina. Og þegar þeir hafa gengið hana á enda, eru þeir orðnir mönnum meiri. Yér — og enn þá fremur þeir, sem standa oss framar í þessum efnum — vitum það, sem vér segjum hér, um hið heilaga samfélag. Og það hefur auðvitað engin áhrif á sannfæring vora, þótt þeir menn geti ekki trúað á tilveru hins heilaga samtjelags, sem vita engin deili á þvi. Vér höfum sjálfir haft nokkur kynni af því og getum því talað um það af eigin reynzlu. En svo höfum vér lika fræðst um það af þeim mönnum, er vita meiri deili á þvi en vér. En það eru þeir menn og konur, sem eru i þann veginn að gerast lærisveinar meistaranna. Og meistararnir fræða þá um þessa hluti. Og sjálfir meistararnir geta vitnað um guð, því að þeir eru í vitundarsambandi við hann, þeir lifa í guði og guð i þeim. 27

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.