Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 59

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 59
kemur til vor, sem hefur gert árásir á krislindóminn og boðar endurkomu Krists með sannfæringarkrafti — þá verður það til þess, að heimurinn verður að fara að hlusta, kemst ekki hjá því að gefa slíkum boðskap einhvern gaum. Vér verðum að kannast við, að það var all-eftirtektarvert, að það skyldi verða Mrs. Annie Besant, sem ílytur nú þjóðun- um þessi fagnaðartíðindi. Og eina skýringin á þvi, er alt hennar líf og þroski. Og þegar vér minnumst hinnar fölska- lausu elsku hennar á sannleikanum, sem hún hefur alt af verið að leita að og vitum, að það hefur verið sannleiks- ástin, sem hefur verið hið knýjandi atl í öllu lífl hennar til allra framkvæmda, þá fáum vér skilið, að það var svo ofur eðlilegt, að slík kona yrði til þess að flytja oss boðskapinn um komu meistarans, kona, sem var einráðin i því að leita sannleikans, hvað sem það kostaði og halda honum svo á lofti, er liún hefði fundið hann. Þá er ekki síður eftirtektarvert, að þessi hoðskapur skyldi nú koma fram hér i Lundúnaborg, þar sem biblíurannsókn- irnar sýnast hafa leitt það í ljós, að aðalatriðið í kenningum Krists, var boðskapurinn um endurkomu hans. Menn hafa margir hverir skoðað þennan árangur, er orðið hefur af hinum vísindalegu rannsóknum sem hættulegan fagnaðarer- indinu, eða álíta, að hann mundi verða því meira eða minna til hnekkis. Hann hefur og áreiðanlega stundum orðið vopn í höndum vantrúarinnar. En ef mér skjöplast ekki, þá verður nú þessi skoðun, er vísindamaðurinn Schwei- tzer hefur haldið á lofti, einhver hin alfarasælasta braut, sem biblíufræðin hefur nokkru sinni lagt inn á. Það mun reynast rétt, sem Kristur sagði sjálfur, er hann var að skilja við lærisveina sina og lagði mesta áherzlu á, að hann færi úr heiminum, til þess að koma aftur inn í heiminn. En vera 8 57

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.