Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Qupperneq 38
á fírri spámanna, sem tala af mikilli andagift; þeir fá ekki
haft nokkur varanleg áhrif á þjóðirnar né leitt þær að
nokkrum mun í bræðralagsáttina.
En þegar sjálfur kærleiksmeistarinn kemur fram á meðal
þjóðanna, er að minsta kosti hugsanlegt, að svo margir með
þessari kynslóð gefi gaum að orðum hans, að þeir verði
færir um að breyta það hugsunarhætlinum með þjóðunum,
að ný og betri öld fái runnið upp yfir þær.
Þegar hann kom seinast, voru þeir fáir, sem reyndu að
greiða honum veg, enda var honum ekki tekið sem skyldi.
Dauðadómurinn, sem kveðinn var upp yfir honum, hefur
varpað svörtum skugga á mannkynið, Og jafnvel hinir fáu,
sem fylgdu honum, hurfu að meira eða minna leyti frá
kenningum hans, eftir því sem tímar liðu.
Og launhelgarnar (the mysteries), hin innri deild kirkj-
unnar, þar sem bæði hann sjálfur og sendiboðar hans
kendu öllum þeim mönnum, sem þráðu að finna sannleik-
ann, liðu undir lok, sökum þess, að þær skorti nemendur.
Og svo hófust látlaus hjaðningavíg skiftra skoðana. Hin
upprunalega þekking fór forgörðum, því þeir menn, sem
höfðu hina andlegu þekkingu til að bera voru ofsóttir á
allar lundir og reknir úr kristninni. Lykillinn að þekking-
unni, sem Kristur talaði um, var tekinn burtu. Það gerðu
hinir ritningarfróðu menn kristninnar. Og þeir prýddu leg-
stað hans samlímis þvi, að þeir grýttu spámenn hans. Því
þegar slíkir menn risu upp, eins og átti sér stað öðru hvoru,
þá áttu þeir sjaldnast betri viðtökum að sæta hjá ritningar-
fræðingum kristninnar en Kristur fékk hjá hinum skrift-
lærðu meðal Gyðinga.
Iíirkjan, sem kvaðst lúta kærleiksmeistaranum, lét rifa
kvenspekinginn, Hýpatíu, kvika sundur tætlu fyrir tætlu.
36